Blaðamaður Stundarinnar sýknaður af meiðyrðakröfu fyrrverandi ritstjóra Grapevine Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Skjáskot af fyrstu frétt Stundarinnar um málið. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður Stundarinnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær sýknuð af meiðyrðakröfu Hauks S. Magnússonar, fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine, en hann krafðist þess að ummæli sem birtust í Stundinni á tímabilinu 18. febrúar til 2. mars 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og þá var Áslaug jafnframt sýknuð af miskabótakröfu Hauks sem hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Ummælin sem Haukur fór fram á að yrðu dæmd dauð og ómerk voru upp úr bréfi frá konu, sem kölluð var Emma, þar sem ritstjórinn fyrrverandi var sakaður um kynferðislega áreitni. Í bréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Hauks, ritaði Áslaugu í febrúar 2016 eftir að frétt þar sem ummælin voru viðhöfð birtist sakar hann blaðamanninnum ærumeiðandi aðdróttun með ummælunum sem varði 235. grein almennra hegningarlaga.Hvergi staðhæft í fréttinni að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum „Þar hafi stefnanda verið gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem hafi aldrei átt sér stað. Ummælin feli í sér ásökun um refsiverða háttsemi og séu til þess fallin að meiða æru stefnanda. Farið var fram á að stefnda bæðist afsökunar á ummælunum, dragi þau til baka og viðurkenndi að þau væru röng. Skyldi afsökunarbeiðnin birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar. Þá var stefnda krafin um greiðslu einnar milljónar króna í miskabætur. Í stefnu kemur fram að stefnda hafi neitað að draga ummælin til baka og biðjast afsökunar,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í niðurstöðu dómsins segir að hafa verði í huga að í fréttinni sé „hvergi staðhæft að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum sem málið lýtur að. Þau eru eins og áður segir frásögn sem kemur fram í bréfi heimildarmanns stefndu sem leitt hafði til þess að hann varð að hætta störfum fyrr en ella. Lýsingin á háttseminni var höfð innan gæsalappa án þess að mat væri lagt á sannleiksgildi ásakananna. Í fréttinni er einnig tekið fram að leitað hafi verið afstöðu stefnanda til þeirra og haft eftir honum að hann vísi þeim alfarið á bug og að þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þá kemur jafnframt fram í dómnum að ekki liggi annað fyrir en að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í blaðamennsku við vinnslu fréttarinnar. Þannig hafi hún rætt við tvo heimildarmenn og haft undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine vegna ritstjórans fyrrverandi. „Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms en hann má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður Stundarinnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær sýknuð af meiðyrðakröfu Hauks S. Magnússonar, fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine, en hann krafðist þess að ummæli sem birtust í Stundinni á tímabilinu 18. febrúar til 2. mars 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og þá var Áslaug jafnframt sýknuð af miskabótakröfu Hauks sem hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Ummælin sem Haukur fór fram á að yrðu dæmd dauð og ómerk voru upp úr bréfi frá konu, sem kölluð var Emma, þar sem ritstjórinn fyrrverandi var sakaður um kynferðislega áreitni. Í bréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Hauks, ritaði Áslaugu í febrúar 2016 eftir að frétt þar sem ummælin voru viðhöfð birtist sakar hann blaðamanninnum ærumeiðandi aðdróttun með ummælunum sem varði 235. grein almennra hegningarlaga.Hvergi staðhæft í fréttinni að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum „Þar hafi stefnanda verið gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem hafi aldrei átt sér stað. Ummælin feli í sér ásökun um refsiverða háttsemi og séu til þess fallin að meiða æru stefnanda. Farið var fram á að stefnda bæðist afsökunar á ummælunum, dragi þau til baka og viðurkenndi að þau væru röng. Skyldi afsökunarbeiðnin birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar. Þá var stefnda krafin um greiðslu einnar milljónar króna í miskabætur. Í stefnu kemur fram að stefnda hafi neitað að draga ummælin til baka og biðjast afsökunar,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í niðurstöðu dómsins segir að hafa verði í huga að í fréttinni sé „hvergi staðhæft að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum sem málið lýtur að. Þau eru eins og áður segir frásögn sem kemur fram í bréfi heimildarmanns stefndu sem leitt hafði til þess að hann varð að hætta störfum fyrr en ella. Lýsingin á háttseminni var höfð innan gæsalappa án þess að mat væri lagt á sannleiksgildi ásakananna. Í fréttinni er einnig tekið fram að leitað hafi verið afstöðu stefnanda til þeirra og haft eftir honum að hann vísi þeim alfarið á bug og að þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þá kemur jafnframt fram í dómnum að ekki liggi annað fyrir en að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í blaðamennsku við vinnslu fréttarinnar. Þannig hafi hún rætt við tvo heimildarmenn og haft undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine vegna ritstjórans fyrrverandi. „Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms en hann má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira