Höttur sló Þór út úr bikarnum | Auðvelt hjá Keflavík og Tindastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 21:24 Tindastóll, Keflavík, Höttur og Njarðvík tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Valshöllinni á Hlíðarenda og tók þessar myndir hér fyrir ofan.Keflavík vann öruggan 85-76 sigur á 1. deildarliði Fjölnis í Keflavík en Fjölnismenn löguðu stöðuna með því að vinna fjórða leikhlutann 30-17. Magnús Már Traustason skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Cameron Forte var með 16 stig og 16 fráköst. Ragnar Örn Bragason skoraði 10 stig. Samuel Prescott Jr. var með 38 stig og 13 fráköst fyrir Fjölni en það dugði ekki til. Hinn ungi og stórefnilegi leikmaður Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig.Hattarmönnum gengur ekkert að vinna í Domino´s deildinni en þeir eru búnir að vinna báða bikarleiki sína. Höttur fór á Akureyri í kvöld og vann 81-74 sigur á heimamönnum í Þór. Nýi bandaríski leikmaðurinn Kevin Michaud Lewis var með 24 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í sínum fyrsta leik og Mirko Stefan Virijevic skoraði 16 stig og tók 13 fráköst. Marques Oliver var með 19 stig og 19 fráköst fyrir Þór og þeir Ingvi Rafn Ingvarsson og Pálmi Geir Jónsson skoruðu báðir 16 stig.Njarðvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Grindavík, 79-75, í hörkuleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík en leikurinn var æsispennandi allt til enda. Terrell Vinson skoraði 25 stig og Maciek Stanislav Baginski var með 17 stig. Logi Gunnarsson skoraði flest af stigunum sínum í lokaleikhlutanum en hann endaði með 16 stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 11 stig og 10 fráköst. Ólafur Ólafsson skoraði 21 stig þar af 16 þeirra í fyrri hálfleiknum. Dagur Kár Jónsson var með 17 stig og 9 stoðsendingar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 16 stig.Valsmenn réðu ekkert við þá Sigtryggur Arnar Björnsson og Antonio Hester sem fóru á kostum þegar Tindastóll vann 34 stiga sigur á Val á Hlíðarenda, 104-70. Sigtryggur Arnar skorðai 35 stig og Antonio Hester var með 31 stig. Urald King skorðai 17 stig og tók 14 fráköst fyrir Val og Gunnar Ingi Harðarson var með 16 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í 16 liða úrslitum Maltbikarsins:Njarðvík-Grindavík 79-75 (26-24, 12-17, 22-13, 19-21)Njarðvík: Terrell Vinson 25/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 11/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 1.Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/4 fráköst, Rashad Whack 11/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 4/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 2.Þór Ak.-Höttur 74-81 (26-20, 9-14, 26-20, 13-27)Þór Ak.: Marques Oliver 19/19 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 16/10 fráköst, Sindri Davíðsson 9, Bjarni Rúnar Lárusson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 7..Höttur: Kevin Michaud Lewis 24/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Mirko Stefan Virijevic 16/13 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 10, Sigmar Hákonarson 9/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 9, Andrée Fares Michelsson 7/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 4/5 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 2. Keflavík-Fjölnir 85-76 (24-9, 25-22, 19-15, 17-30)Keflavík: Magnús Már Traustason 21/8 fráköst, Cameron Forte 16/16 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 6/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 6, Ágúst Orrason 3.Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 38/13 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 21/7 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 7/4 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 3, Arnar Geir Líndal 3, Alexander Þór Hafþórsson 2/4 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 2.Valur-Tindastóll 70-104 (11-20, 23-26, 19-24, 17-34)Valur: Urald King 17/14 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 16, Oddur Birnir Pétursson 11, Sigurður Páll Stefánsson 8, Benedikt Blöndal 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Birgir Björn Pétursson 3/8 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Illugi Steingrímsson 2.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 35, Antonio Hester 31/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 7, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 6, Viðar Ágústsson 4, Hannes Ingi Másson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.Valsmenn réðu ekkert við Sigtrygg Arnar Björnsson í kvöld.Vísir/Antonvísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira
Tindastóll, Keflavík, Höttur og Njarðvík tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Valshöllinni á Hlíðarenda og tók þessar myndir hér fyrir ofan.Keflavík vann öruggan 85-76 sigur á 1. deildarliði Fjölnis í Keflavík en Fjölnismenn löguðu stöðuna með því að vinna fjórða leikhlutann 30-17. Magnús Már Traustason skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Cameron Forte var með 16 stig og 16 fráköst. Ragnar Örn Bragason skoraði 10 stig. Samuel Prescott Jr. var með 38 stig og 13 fráköst fyrir Fjölni en það dugði ekki til. Hinn ungi og stórefnilegi leikmaður Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig.Hattarmönnum gengur ekkert að vinna í Domino´s deildinni en þeir eru búnir að vinna báða bikarleiki sína. Höttur fór á Akureyri í kvöld og vann 81-74 sigur á heimamönnum í Þór. Nýi bandaríski leikmaðurinn Kevin Michaud Lewis var með 24 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í sínum fyrsta leik og Mirko Stefan Virijevic skoraði 16 stig og tók 13 fráköst. Marques Oliver var með 19 stig og 19 fráköst fyrir Þór og þeir Ingvi Rafn Ingvarsson og Pálmi Geir Jónsson skoruðu báðir 16 stig.Njarðvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Grindavík, 79-75, í hörkuleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík en leikurinn var æsispennandi allt til enda. Terrell Vinson skoraði 25 stig og Maciek Stanislav Baginski var með 17 stig. Logi Gunnarsson skoraði flest af stigunum sínum í lokaleikhlutanum en hann endaði með 16 stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 11 stig og 10 fráköst. Ólafur Ólafsson skoraði 21 stig þar af 16 þeirra í fyrri hálfleiknum. Dagur Kár Jónsson var með 17 stig og 9 stoðsendingar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 16 stig.Valsmenn réðu ekkert við þá Sigtryggur Arnar Björnsson og Antonio Hester sem fóru á kostum þegar Tindastóll vann 34 stiga sigur á Val á Hlíðarenda, 104-70. Sigtryggur Arnar skorðai 35 stig og Antonio Hester var með 31 stig. Urald King skorðai 17 stig og tók 14 fráköst fyrir Val og Gunnar Ingi Harðarson var með 16 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í 16 liða úrslitum Maltbikarsins:Njarðvík-Grindavík 79-75 (26-24, 12-17, 22-13, 19-21)Njarðvík: Terrell Vinson 25/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 11/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 1.Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/4 fráköst, Rashad Whack 11/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 4/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 2.Þór Ak.-Höttur 74-81 (26-20, 9-14, 26-20, 13-27)Þór Ak.: Marques Oliver 19/19 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 16/10 fráköst, Sindri Davíðsson 9, Bjarni Rúnar Lárusson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 7..Höttur: Kevin Michaud Lewis 24/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Mirko Stefan Virijevic 16/13 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 10, Sigmar Hákonarson 9/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 9, Andrée Fares Michelsson 7/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 4/5 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 2. Keflavík-Fjölnir 85-76 (24-9, 25-22, 19-15, 17-30)Keflavík: Magnús Már Traustason 21/8 fráköst, Cameron Forte 16/16 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 6/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 6, Ágúst Orrason 3.Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 38/13 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 21/7 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 7/4 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 3, Arnar Geir Líndal 3, Alexander Þór Hafþórsson 2/4 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 2.Valur-Tindastóll 70-104 (11-20, 23-26, 19-24, 17-34)Valur: Urald King 17/14 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 16, Oddur Birnir Pétursson 11, Sigurður Páll Stefánsson 8, Benedikt Blöndal 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Birgir Björn Pétursson 3/8 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Illugi Steingrímsson 2.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 35, Antonio Hester 31/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 7, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 6, Viðar Ágústsson 4, Hannes Ingi Másson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.Valsmenn réðu ekkert við Sigtrygg Arnar Björnsson í kvöld.Vísir/Antonvísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira