Heilu brettin af Arnaldi mokast út Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2017 15:48 Sjö þúsund eintök af nýjustu bók Arnaldar eru nú farin af lager. Forleggjari hans lætur prenta heilu stæðurnar af Myrkrið veit. Sjö þúsund eintök nýju bókar Arnaldar Indriðasonar, Myrkrið veit, hafa nú verið send af lager forleggjara hans í búðir. „Þetta er um 35 prósenta aukning frá í fyrra á sama tíma,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir að þetta komi sér mjög á óvart. „Enda allir miðlar undirlagðir af kosningaumfjöllun og af stjórnarmyndun. En segir mér það að þjóðinni þyrstir í annars konar afþreyingu en þá sápuóperu sem er á boðstólnum,“ segir Egill Örn. Víst er að kosningarnar og svo stjórnarmyndunarviðræðurnar komu flatt uppá marga, ekki síst bókaútgefendur sem eru komnir í spreng með sitt jólabókaflóð; það ætti að vera farið að flæða að með bækurnar ef allt væri eðlilegt. „Ég held jafnframt líka að þjóðin hafi jafnvel vaknað til vitundar um mikilvægi bóklestrar í kjölfar frétta af versnandi stöðu bókaútgáfunnar, en við höfum fundið gríðarlegan meðbyr meðal almennings síðan þetta birtist í fréttum og sala almennt tekið góðan kipp,“ segir útgefandinn brattur. Forlagið lætur prenta vel á 3. tug þúsunda bóka hverju sinni þegar Arnaldur á í hlut. Þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Egill Örn segir Arnald hafa verið söluhæstan í fyrra, sem svo oft áður og öruggur á toppnum. Forleggjarar eru tregir að gefa út upplagstölur en Arnaldur seldi um 20 þúsund eintök í fyrra. Samkvæmt því hvernig gangurinn er á þessu nú þarf eitthvað mikið að koma til ef einhver nær að velta þessum konungi bóksölunnar af stalli þetta árið. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Sjá meira
Sjö þúsund eintök nýju bókar Arnaldar Indriðasonar, Myrkrið veit, hafa nú verið send af lager forleggjara hans í búðir. „Þetta er um 35 prósenta aukning frá í fyrra á sama tíma,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir að þetta komi sér mjög á óvart. „Enda allir miðlar undirlagðir af kosningaumfjöllun og af stjórnarmyndun. En segir mér það að þjóðinni þyrstir í annars konar afþreyingu en þá sápuóperu sem er á boðstólnum,“ segir Egill Örn. Víst er að kosningarnar og svo stjórnarmyndunarviðræðurnar komu flatt uppá marga, ekki síst bókaútgefendur sem eru komnir í spreng með sitt jólabókaflóð; það ætti að vera farið að flæða að með bækurnar ef allt væri eðlilegt. „Ég held jafnframt líka að þjóðin hafi jafnvel vaknað til vitundar um mikilvægi bóklestrar í kjölfar frétta af versnandi stöðu bókaútgáfunnar, en við höfum fundið gríðarlegan meðbyr meðal almennings síðan þetta birtist í fréttum og sala almennt tekið góðan kipp,“ segir útgefandinn brattur. Forlagið lætur prenta vel á 3. tug þúsunda bóka hverju sinni þegar Arnaldur á í hlut. Þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Egill Örn segir Arnald hafa verið söluhæstan í fyrra, sem svo oft áður og öruggur á toppnum. Forleggjarar eru tregir að gefa út upplagstölur en Arnaldur seldi um 20 þúsund eintök í fyrra. Samkvæmt því hvernig gangurinn er á þessu nú þarf eitthvað mikið að koma til ef einhver nær að velta þessum konungi bóksölunnar af stalli þetta árið.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Sjá meira