Höfðu áhyggjur af því að tæpur meirihluti myndi ekki tryggja stöðugleika Birgir Olgeirsson skrifar 6. nóvember 2017 13:18 Sigurður Ingi ræðir við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm „Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15
Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51