Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ræðst í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 08:49 Frá fundi formannanna í Syðra-Lanholti á föstudag. Vísir/Ernir Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23
Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03