Stjórnendur björgunarsveita setja öryggi fólks í forgang Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 21:54 Björgunarsveitin hefur átt í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir sem kallaðar hafa verið út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum hafa sinnt yfir þrjú hundruð verkefnum sem hafa komið upp vegna óveðursins. Þetta segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum og reyna eins og frekast er unnt að takmarka tjón. Jónas segir að verkefnin hafi verið allumfangsmikil miðað við óveður. Spurður út í helstu verkefni segir Jónas: „Það er ánægjulegt að trampólínin virðast vera hlutfallslega færri en vanalega en annars er þetta ósköp hefðbundið, þetta eru þök, þakkantar sem eru að fara, það eru að springa út útidyrahurðir og bílskúrshurðir, hjólhýsi að fjúka, auglýsingaskilti og rúður að springa út og svo framvegis.“Öryggi fólks númer eitt Í samtali við Vísi sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarhópi á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðursins, að frágangi verktaka hafi verið mjög ábótavant. Jónas tekur undir með Ásgeiri en segist ekki getað slegið því föstu að það sé meira um slæman frágang nú en áður. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé meira en vanalega en það er náttúrulega meira af framkvæmdum núna en það er alveg ljóst að margir mega huga betur að frágangi. Þetta er hreinlega stórhættulegt stundum að fara inn á þessi svæði.“ Jónas segir að í einstaka tilfellum hafi stjórnendur hópa björgunarsveitanna þurft að hverfa frá byggingarsvæðunum því það hafi reynst of hættulegt að aðhafast þar. „En það er bara eins og við viljum vinna. Við viljum öryggi fólks númer eitt og ákvarðanir eru teknar samkvæmt því,“ segir Jónas. Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Björgunarsveitir sem kallaðar hafa verið út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum hafa sinnt yfir þrjú hundruð verkefnum sem hafa komið upp vegna óveðursins. Þetta segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum og reyna eins og frekast er unnt að takmarka tjón. Jónas segir að verkefnin hafi verið allumfangsmikil miðað við óveður. Spurður út í helstu verkefni segir Jónas: „Það er ánægjulegt að trampólínin virðast vera hlutfallslega færri en vanalega en annars er þetta ósköp hefðbundið, þetta eru þök, þakkantar sem eru að fara, það eru að springa út útidyrahurðir og bílskúrshurðir, hjólhýsi að fjúka, auglýsingaskilti og rúður að springa út og svo framvegis.“Öryggi fólks númer eitt Í samtali við Vísi sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarhópi á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðursins, að frágangi verktaka hafi verið mjög ábótavant. Jónas tekur undir með Ásgeiri en segist ekki getað slegið því föstu að það sé meira um slæman frágang nú en áður. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé meira en vanalega en það er náttúrulega meira af framkvæmdum núna en það er alveg ljóst að margir mega huga betur að frágangi. Þetta er hreinlega stórhættulegt stundum að fara inn á þessi svæði.“ Jónas segir að í einstaka tilfellum hafi stjórnendur hópa björgunarsveitanna þurft að hverfa frá byggingarsvæðunum því það hafi reynst of hættulegt að aðhafast þar. „En það er bara eins og við viljum vinna. Við viljum öryggi fólks númer eitt og ákvarðanir eru teknar samkvæmt því,“ segir Jónas.
Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent