Gróðursnautt land nýtt í herferð bænda Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Sauðfé á beit á íslensku hálendi. Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira