Spennandi listaár fram undan Guðný Hrönn skrifar 4. nóvember 2017 17:15 A.M.Concept Space er til húsa við Garðastræti 2. vísir/anton brink Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningarrýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili. „Þegar við vorum að opna vorum við sammála um það að við vildum bjóða upp á eitthvað nýtt, skapandi og lifandi vettvang, mitt á milli þess sem hefðbundnar hönnunarbúðir og listgallerí bjóða upp á. Reglulega fáum við því til liðs við okkur listamann eða hönnuð sem fær fullt frelsi til að breyta rýminu og sýna verk sín innan um okkar vörur sem hanga í sitthvorum færanlega rammanum og eina reglan er sú að þeir þurfa að passa inn í heildarmyndina,“ segir Magnea. „Með því að stilla okkar vöru upp á þennan hátt trúum við því að skilin á milli fatahönnunar, myndlistar og annarra skapandi miðla minnki og sameinist á vissan hátt en í raun er vinnuferli okkar ekki ósvipað vinnuferli annarra listamanna.“ „Okkur finnst oft vanta upp á þennan skilning hvað varðar fatahönnun og kannski hönnun almennt, fatnaður er svo daglegt brauð í lífi hverrar manneskju en fyrir okkur er fatnaður og textíll afrakstur okkar skapandi ferlis og mikillar rannsóknarvinnu,“ segir Aníta. Magnea segir að breiður hópur leggi leið sína í verslunina, ýmist til að kaupa sér föt eða til að skoða þau listaverk sem prýða rýmið hverju sinni. Skyggnast inn í hugarheim annarra listamannaÞær Aníta og Magnea kynntust í Central Saint Martins listaháskólanum í London. „Í náminu var lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð þar sem vinnuferlið var ekki síður mikilvægt en lokaútkoman. Við vorum hvattar til að sækja innblástur í aðra listmiðla, vinna ítarlega hugmynda- og rannsóknarvinnu og þrýsta öllum hugmyndum okkar eins langt og þær komust,“ segir Magnea. „Frá útskrift höfum við báðar hannað undir eigin merkjum ásamt því að hafa unnið samstarfslínur við önnur merki, sýnt bæði hér heima og erlendis og verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands. Við eigum því ýmislegt sameiginlegt. Þegar við vorum að eiga samtal um það leyti sem við vorum að opna búðina þá áttuðum við okkur á því hvað þessi bakgrunnur okkar hefur mótað okkur,“ útskýrir Aníta. Magnea tekur undir og bætir við: „Okkur finnst forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim annarra listamanna og finnum að aðrir hafa áhuga á því að skyggnast inn í okkar.“ Báðar eru þær sammála um að það sé vöntun á sýningarrými fyrir listamenn. Það kemur þeim því ekki á óvart að viðtökurnar hafi verið góðar og þær sjá fyrir sér spennandi listaár fram undan. „Já við finnum fyrir miklum áhuga, bæði meðal listamanna og annarra hönnuða. Við finnum að við erum með eitthvað spennandi í höndunum og svo hefur verið vöntun á sýningarrýmum fyrir listamenn. Þessa dagana erum við að auglýsa eftir hugmyndum frá fólki sem hefur áhuga á að sýna á næsta ári og erum við opnar fyrir öllum miðlum,“ segir Aníta. Spurðar nánar út í fyrirkomulag sýninganna fram undan verður Magnea fyrir svörum: „Viðmið um sýningartíma eru 1-2 mánuðir en sýningar mega vara í skemmri tíma og erum við opnar fyrir stuttum viðburðum líka.“ Tíska og hönnun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningarrýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili. „Þegar við vorum að opna vorum við sammála um það að við vildum bjóða upp á eitthvað nýtt, skapandi og lifandi vettvang, mitt á milli þess sem hefðbundnar hönnunarbúðir og listgallerí bjóða upp á. Reglulega fáum við því til liðs við okkur listamann eða hönnuð sem fær fullt frelsi til að breyta rýminu og sýna verk sín innan um okkar vörur sem hanga í sitthvorum færanlega rammanum og eina reglan er sú að þeir þurfa að passa inn í heildarmyndina,“ segir Magnea. „Með því að stilla okkar vöru upp á þennan hátt trúum við því að skilin á milli fatahönnunar, myndlistar og annarra skapandi miðla minnki og sameinist á vissan hátt en í raun er vinnuferli okkar ekki ósvipað vinnuferli annarra listamanna.“ „Okkur finnst oft vanta upp á þennan skilning hvað varðar fatahönnun og kannski hönnun almennt, fatnaður er svo daglegt brauð í lífi hverrar manneskju en fyrir okkur er fatnaður og textíll afrakstur okkar skapandi ferlis og mikillar rannsóknarvinnu,“ segir Aníta. Magnea segir að breiður hópur leggi leið sína í verslunina, ýmist til að kaupa sér föt eða til að skoða þau listaverk sem prýða rýmið hverju sinni. Skyggnast inn í hugarheim annarra listamannaÞær Aníta og Magnea kynntust í Central Saint Martins listaháskólanum í London. „Í náminu var lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð þar sem vinnuferlið var ekki síður mikilvægt en lokaútkoman. Við vorum hvattar til að sækja innblástur í aðra listmiðla, vinna ítarlega hugmynda- og rannsóknarvinnu og þrýsta öllum hugmyndum okkar eins langt og þær komust,“ segir Magnea. „Frá útskrift höfum við báðar hannað undir eigin merkjum ásamt því að hafa unnið samstarfslínur við önnur merki, sýnt bæði hér heima og erlendis og verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands. Við eigum því ýmislegt sameiginlegt. Þegar við vorum að eiga samtal um það leyti sem við vorum að opna búðina þá áttuðum við okkur á því hvað þessi bakgrunnur okkar hefur mótað okkur,“ útskýrir Aníta. Magnea tekur undir og bætir við: „Okkur finnst forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim annarra listamanna og finnum að aðrir hafa áhuga á því að skyggnast inn í okkar.“ Báðar eru þær sammála um að það sé vöntun á sýningarrými fyrir listamenn. Það kemur þeim því ekki á óvart að viðtökurnar hafi verið góðar og þær sjá fyrir sér spennandi listaár fram undan. „Já við finnum fyrir miklum áhuga, bæði meðal listamanna og annarra hönnuða. Við finnum að við erum með eitthvað spennandi í höndunum og svo hefur verið vöntun á sýningarrýmum fyrir listamenn. Þessa dagana erum við að auglýsa eftir hugmyndum frá fólki sem hefur áhuga á að sýna á næsta ári og erum við opnar fyrir öllum miðlum,“ segir Aníta. Spurðar nánar út í fyrirkomulag sýninganna fram undan verður Magnea fyrir svörum: „Viðmið um sýningartíma eru 1-2 mánuðir en sýningar mega vara í skemmri tíma og erum við opnar fyrir stuttum viðburðum líka.“
Tíska og hönnun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira