Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Þórdís Valsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:30 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Anton „Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
„Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16
Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30