Donald Trump Bandaríkjaforseti er lagður af stað í tólf daga reisu til Asíu þar sem hann er sagður ætla að láta málefni Norður-Kóreu til sín taka. Þetta er lengsta ferðalag Bandaríkjaforseta um Asíu í tuttugu og fimm ár.
Á dagskrá Trump eru heimsóknir til Japans, Suður-Kóreu, Kína, Víetnam og Filippseyja. Búist er við því að hann taki sér stöðu með Suður-Kóreumönnum og Japönum gegn kjarnorku- og eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna og reyni að setja þrýsting á kínverska ráðamenn til að þeir taki harðar á stjórnvöldum í Pjongjang, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Trump hefur verið einkar herskár í yfirlýsingum sínum um Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars hótað landinu gjöreyðileggingu ógni stjórnvöld þar Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra.
Fyrsti áfangastaðurinn á ferð Trump var Havaí en þaðan flýgur hann til Japans og svo áfram til Suður-Kóreu. Washington Post segir að Trump hafi fengið blendnar móttökur á Havaí. Hundruð manna mótmæltu honum fyrir utan ríkisþinghúsið.
Á ferðalaginu mun Trump taka þátt í fundi Efnahagssamstarfs Asíu og Kyrrahafsins í Danang í Víetnam og ráðstefnu Suðaustur-Asíuríkja í Manila, höfuðborg Filippseyja.
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent


Barn á öðru aldursári lést
Innlent




Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent