Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 "Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism. Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira