Varfærni einkennir líkamstjáninguna í Sigurðarstofu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 16:00 Það virtist fara vel um fundarmenn á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga, formanns Framsóknar. Vísir/Ernir Fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka funda nú á Syðri Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Myndir sem ljósmyndari fréttstofu smellti af á fundinum fyrr í dag hafa vakið nokkra athygli. Vísir ákvað að hafa samband við sálfræðinginn Björn Vernharðsson sem hefur fjallað mikið um líkamstjáningu fólks og biðja hann að athuga hvort að einhver dulin skilaboð leyndust í fasi fundarmanna í Hrunamannahreppi. Vert er þó að taka fram að þetta er allt til gamans gert. „Það má sjá að Sigurður Ingi og Lilja eru með hendurnar fyrir framan sig, þannig að þau eru mjög varfærin í þessu. Lilja er með krosslagðar fætur í þokkabót,“ segir Björn. „Oddný hallar sér að Þórhildi Sunnu og það er gagnkvæmt. Logi er með hendurnar á hnjánum og tilbúinn í aksjón.“ Hann segir að Píratar séu opnastir í sinni stöðu. „Enda hafa þeir eiginlega gefið það út að ef þetta virkar ekki að þá verði þeir í stjórnarandstöðu.“Heimilishundurinn Kjói vakti lukku meðal fundarmanna.Vísir/Ernir„Katrín sjálf er með hendur í kjöltu sér og krosslagða fætur, þannig að hún er annaðhvort ekki örugg með sig eða opnar sig ekki fullkomlega fyrir samstarfinu. Það eru allir að horfa á hundinn nema Þórhildur Sunna er að horfa á Sigurð Inga eða fram í stofuna og Oddný á Katrínu.“ Hann segir að samningatækni Pírata sé þannig að þeir hafi tekið á sig alla pressu af hinum stjórnarandstöðuflokkunum og þannig eyðilagt möguleika á því að allir flokkarnir beittu sér að afli til að ná stjórnarsamkomulagi.Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sést hér neðst í vinstra horni segja sögu sem virðist vekja lukku.Vísir/ErnirHann líkir jafnframt samingaviðræðunum við aðstæður um borð í skipi sem hrekst vélarvana um á hafi úti. „Það eru fjórir menn um borð og aðeins einn björgunarbátur fyrir tvo. Til að gangsetja vélina þurfa allir að taka þátt í því að öllu afli og Píratar segjast ekki ætla sér í björgunarbátinn en vera niðri í vélarrúminu hvað sem tautar eða raular,“ segir Björn. „Framsókn stendur upp í stiga á vélarrúminu og er tilbúinn í björgunarbátinn og hvað gera hinir tveir flokkarnir. Hella þeir sér í það að gera við vélina eða nálgast þeir stigann? Af myndunum að dæma að þá er Katrín með annað augað á stiganum!“ Björn bætti svo um betur og skipti ráðuneytunum niður með leiðtogum flokkanna eftir því hvar þeir sitja í stofunni: „Sigurður Ingi er þar sem flæðið og fjármálin liggja. Ef þessi stjórn tækist yrði hann fjármálaráðherra. Katrín situr þar sem sá sem stjórnin ætti að hafa en þar sem hún situr með opna stofuna á bak við sig getur það verið að hún annaðhvort hafi ekki völdin eins klippt og skorið og ætla mætti. Hrafn situr þar sem þekkingin er ætluð sæti og ætla mætti að menntamálaráðherra tæki sæti.“ Hann segir að Svandís Svavarsdóttir sitji þar sem heilbrigðisráðherra væri og Bergþóra Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks VG gæti þá verið kandídat í utanþingsráðherra ferðamála. Hún situr við hlið Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. „Logi þá atvinnuvegaráðuneytið. Smári og Oddný skipta þá upp með sér innanríkisráðuneytinu og Þórhildur Sunna þá velferðarráðuneytið. Lilja færi þá í utanríkisráðuneytið aftur. Þessi sem ætlar sér ferðamálaráðuneytið er þá einhvers staðar annarsstaðar nema að hann sé í þjónustunni.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka funda nú á Syðri Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Myndir sem ljósmyndari fréttstofu smellti af á fundinum fyrr í dag hafa vakið nokkra athygli. Vísir ákvað að hafa samband við sálfræðinginn Björn Vernharðsson sem hefur fjallað mikið um líkamstjáningu fólks og biðja hann að athuga hvort að einhver dulin skilaboð leyndust í fasi fundarmanna í Hrunamannahreppi. Vert er þó að taka fram að þetta er allt til gamans gert. „Það má sjá að Sigurður Ingi og Lilja eru með hendurnar fyrir framan sig, þannig að þau eru mjög varfærin í þessu. Lilja er með krosslagðar fætur í þokkabót,“ segir Björn. „Oddný hallar sér að Þórhildi Sunnu og það er gagnkvæmt. Logi er með hendurnar á hnjánum og tilbúinn í aksjón.“ Hann segir að Píratar séu opnastir í sinni stöðu. „Enda hafa þeir eiginlega gefið það út að ef þetta virkar ekki að þá verði þeir í stjórnarandstöðu.“Heimilishundurinn Kjói vakti lukku meðal fundarmanna.Vísir/Ernir„Katrín sjálf er með hendur í kjöltu sér og krosslagða fætur, þannig að hún er annaðhvort ekki örugg með sig eða opnar sig ekki fullkomlega fyrir samstarfinu. Það eru allir að horfa á hundinn nema Þórhildur Sunna er að horfa á Sigurð Inga eða fram í stofuna og Oddný á Katrínu.“ Hann segir að samningatækni Pírata sé þannig að þeir hafi tekið á sig alla pressu af hinum stjórnarandstöðuflokkunum og þannig eyðilagt möguleika á því að allir flokkarnir beittu sér að afli til að ná stjórnarsamkomulagi.Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sést hér neðst í vinstra horni segja sögu sem virðist vekja lukku.Vísir/ErnirHann líkir jafnframt samingaviðræðunum við aðstæður um borð í skipi sem hrekst vélarvana um á hafi úti. „Það eru fjórir menn um borð og aðeins einn björgunarbátur fyrir tvo. Til að gangsetja vélina þurfa allir að taka þátt í því að öllu afli og Píratar segjast ekki ætla sér í björgunarbátinn en vera niðri í vélarrúminu hvað sem tautar eða raular,“ segir Björn. „Framsókn stendur upp í stiga á vélarrúminu og er tilbúinn í björgunarbátinn og hvað gera hinir tveir flokkarnir. Hella þeir sér í það að gera við vélina eða nálgast þeir stigann? Af myndunum að dæma að þá er Katrín með annað augað á stiganum!“ Björn bætti svo um betur og skipti ráðuneytunum niður með leiðtogum flokkanna eftir því hvar þeir sitja í stofunni: „Sigurður Ingi er þar sem flæðið og fjármálin liggja. Ef þessi stjórn tækist yrði hann fjármálaráðherra. Katrín situr þar sem sá sem stjórnin ætti að hafa en þar sem hún situr með opna stofuna á bak við sig getur það verið að hún annaðhvort hafi ekki völdin eins klippt og skorið og ætla mætti. Hrafn situr þar sem þekkingin er ætluð sæti og ætla mætti að menntamálaráðherra tæki sæti.“ Hann segir að Svandís Svavarsdóttir sitji þar sem heilbrigðisráðherra væri og Bergþóra Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks VG gæti þá verið kandídat í utanþingsráðherra ferðamála. Hún situr við hlið Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. „Logi þá atvinnuvegaráðuneytið. Smári og Oddný skipta þá upp með sér innanríkisráðuneytinu og Þórhildur Sunna þá velferðarráðuneytið. Lilja færi þá í utanríkisráðuneytið aftur. Þessi sem ætlar sér ferðamálaráðuneytið er þá einhvers staðar annarsstaðar nema að hann sé í þjónustunni.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30