Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, sagði frá því að fjölmiðlafundi í dag að Rússar hafi miklar væntingar til íslenskra stuðningsmanna á HM næsta sumar.
Miðasala á HM hefst 5. desember fyrir stuðningsmenn en fjórum dögum áður verður dregið í riðla í úrslitakeppninni.
„Það er ekki fyrstir koma fyrsti fá því glugginn verður opinn í langan tíma. Stuðningsmenn hafa því tíma til að skoða hvar við spilum upp á ferðlög og annað,“ sagði Ómar.
„Rússarnir hafa miklar væntingar til íslenskra stuðningsmanna og vilja meina að okkar fólk muni setja mikinn svip á keppnina,“ sagði Ómar.
„Þeir munu gera allt sem þeir geta til að greiða leið okkar stuðningsfólks,“ saðgi Ómar.
Stuðningsmenn Íslands slógu í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og Víkingaklappið er orðið hluti af knattspyrnusögunni.
Rússar bera miklar væntingar til íslenskra stuðningsmanna á HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn