Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 12:41 Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Vísir/Getty Önnur kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Dustin Hoffman um kynferðislega áreitni. Handritshöfunduruinn og framleiðandinn Wendy Riss Gatsiounis segir að Hoffman hafi áreitt hana á vinnufundi árið 1991 og segist hún hafa verið gráti næst eftir fundinn. Murray Schisgal, handritshöfundur Tootsie, hafði komið fundinum í kring til að ræða mögulega kvikmyndun á leikriti Riss Gatsiounis, A Darker Purpose. Í viðtali við Variety segir Riss Gatsiounis að í byrjun fundar hafi Hoffman spurt hana hvort hún hafi stundað kynlíf með manni yfir fertugu, en á þessum tíma var hún sjálf á þrítugsaldri og Hoffman 54 ára gamall. „Ég mun aldrei gleyma þessu, hann hallar sér aftur [...] og segir „það væri alveg nýr líkami að kanna,““ sagði Riss Gatsounis. Hún segir að seinna hafi Hoffman beðið hana að fara að versla föt á hóteli í grendinni en henni hafi ekki liðið vel og hafnað boðinu. Seinna var henni tjáð að Hoffman hefði ekki áhuga á að starfa með henni. „Þetta olli mér mikilli þjáningu. Ég var bara handritshöfundur og hann hafði verið hetjan mín. Þetta hafði áhrif á mig í langan tíma,“ sagði Riss Gatsiounis. Önnur ásökunin á þremur dögum Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Áður hefur Anna Graham Hunter sagt að Hoffman hafi áreitt sig þegar hún var 17 ára gömul. Þá var Dustin Hoffman 48 ára gamall og á hátindi frægðar sinnar. Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. Meðal annars hafa átta starfsmenn á tökustað sjónvarpsþáttanna House of Cards sakað Spacey um áreitni. MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Dustin Hoffman um kynferðislega áreitni. Handritshöfunduruinn og framleiðandinn Wendy Riss Gatsiounis segir að Hoffman hafi áreitt hana á vinnufundi árið 1991 og segist hún hafa verið gráti næst eftir fundinn. Murray Schisgal, handritshöfundur Tootsie, hafði komið fundinum í kring til að ræða mögulega kvikmyndun á leikriti Riss Gatsiounis, A Darker Purpose. Í viðtali við Variety segir Riss Gatsiounis að í byrjun fundar hafi Hoffman spurt hana hvort hún hafi stundað kynlíf með manni yfir fertugu, en á þessum tíma var hún sjálf á þrítugsaldri og Hoffman 54 ára gamall. „Ég mun aldrei gleyma þessu, hann hallar sér aftur [...] og segir „það væri alveg nýr líkami að kanna,““ sagði Riss Gatsounis. Hún segir að seinna hafi Hoffman beðið hana að fara að versla föt á hóteli í grendinni en henni hafi ekki liðið vel og hafnað boðinu. Seinna var henni tjáð að Hoffman hefði ekki áhuga á að starfa með henni. „Þetta olli mér mikilli þjáningu. Ég var bara handritshöfundur og hann hafði verið hetjan mín. Þetta hafði áhrif á mig í langan tíma,“ sagði Riss Gatsiounis. Önnur ásökunin á þremur dögum Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Áður hefur Anna Graham Hunter sagt að Hoffman hafi áreitt sig þegar hún var 17 ára gömul. Þá var Dustin Hoffman 48 ára gamall og á hátindi frægðar sinnar. Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. Meðal annars hafa átta starfsmenn á tökustað sjónvarpsþáttanna House of Cards sakað Spacey um áreitni.
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34
Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08