Stjórn Bjartrar framtíðar fór fram á afsögn Guðlaugar Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2017 10:03 Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórnarformennsku í Bjartri framtíð í september. Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15
Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50