Yfirgnæfandi líkur eru á því að Heimir Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari FH, taki við færeyska liðinu HB. Þetta er samkvæmt traustum heimildum íþróttadeildar.
Heimir er einn sigursælasti þjálfari íslenskrar knattspyrnu. Leiðir hans og FH skildu í haust eftir 17 ára dvöl hjá félaginu.
Heimir var í Færeyjum um helgina og ræddi við forráðamenn HB. Þær viðræður gengu vel og hafa haldið áfram.
Það stefnir því í mikið hvalreki fyrir færeyska knattspyrnu að fá Heimi til starfa en búið var að ráða þjálfara hjá sterkustu félögum Pepsi-deildar karla þegar hann kvaddi FH.
HB endaði í 5. sæti færeysku deildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu hætti Heðin Askham þjálfun liðsins.
HB hefur góða reynslu af íslenskum þjálfurum en Kristján Guðmundsson gerði liðið að færeyskum meisturum árið 2010.
Heimir að öllum líkindum til HB

Tengdar fréttir

Arnari boðið að taka við færeysku liði
NSÍ frá Færeyjum hefur boðið Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara Breiðabliks, að taka við liðinu.

Heimir er staddur í Þórshöfn og opinn fyrir því að taka við HB í Færeyjum
Heimir Guðjónsson, fráfarandi þjálfari FH, er eins og áður kom fram á Vísi í dag, í viðræðum við færeyska knattspyrnuliðið HB.

Heimir kom heim með tilboð frá HB
Heimir Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari FH, veltir því nú fyrir sér hvort hann eigi að taka við færeyska liðinu HB frá Þórshöfn.