Glamour vildi því aðeins fara yfir nokkra lykilhluti sem að okkar mati eru ómissandi í snyrtibudduna. Allar eiga þær sameiginlegt að þola slæmt veðurfar, svita og endast vel.
Glamour mælir með þessum 10 snyrtivörum fyrir Airwaves helgina miklu! Góða skemmtun!

Sensai Waterproof maskari: Þessi haggast ekki alla helgina!
Bioeffect Eye Mask Treatment: Baugarnir geta farið að mæta á svæðið þegar líður á helgina og þá kemur Bioeffect til bjargar.
Yves Saint Laurent All hours farði: Þegar þú vilt að farðinn haldi sér frá morgni til kvölds.

Gosh banana púður: Oftar en ekki eru eitt til tvö dansspor stigin á tónlistarhátíðum og því gott að púðra sig aðeins meira en vanalega.
NYX Butter gloss: Hér er á ferðinni gloss með góðum lit, það er mjög þreytandi að þurfa að spá í varalitnum á miðjum tónleikum - og að okkar mati mun auðveldara að eiga við gloss en varalit í slíkum aðstæðum.
Gosh Lumi drops: Þetta snýst allt um ljómandi húð og þessir dropar gera útslagið. Hægt að nota bæði yfir og undir farða.

Mac Paint Pot, í litnum Groundwork: Engir penslar, ekkert vesen. Skelltu á þig augnskugga með puttunum í þessum fullkomna lit!
Yves Saint Laurent, All Hours primer: Þessi grunnur fullkomnar áferð húðarinnar.
Nablasólarpúður: Þetta púður er í litnum Gotham og gefur húðinni frískandi blæ í skammdeginu.
Gosh The Ultimate eyeliner: Gott er að grípa með sér svartan eyeliner í veskið til að bæta á þegar líða tekur á kvöldið. Þessi er handhægur og góður.