Dele Alli pakkaði Real saman í gær en þetta var hann að gera fyrir sléttum fimm árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 13:30 Frá MK Dons í Meistaradeildina með Spurs. vísir/getty Dele Alli, leikmaður Tottenham, spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á þessari leiktíð í gærkvöldi þegar að Tottenham vann Real Madrid, 3-1. Alli byrjaði leiktíðina í þriggja leikja Evrópubanni en sneri aftur með stæl í gærkvöldi og skoraði tvö mörk fyrir Spurs sem vann Real Madrid í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tottenham náði jafntefli á Bernabéu fyrir viku síðan og er nú í bílstjórasætinu í H-riðli. Það er í góðri stöðu að vinna riðilinn en í fyrra féll liðið niður í Evrópudeildina og tapaði svo þar í 32 liða úrslitum. Uppgangur Dele Alli hefur verið svakalega hraður en þessi 21 árs gamli Englendingur var keyptur frá MK Dons til Tottenham á fimm milljónir punda í janúar 2015. Hann var lánaður aftur til 1. deildar liðsins og hóf leik með Tottenham í ágúst 2015.Í gær voru nánast fimm ár upp á dag síðan að Dele Alli, þá 16 ára, þreytti frumraun sína með MK Dons. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bikarsins á móti Cambridge City. Alli sýndi strax hvað í hann er spunnið með fallegum tilþrifum. Hann skoraði svo glæsilegt mark með þrumuskoti í seinni leiknum á móti Cambridge en sá fyrri endaði með jafntefli. Nú, fimm árum síðar, er þessi ungi enski landsliðsmaður einn af eftirsóttustu miðjumönnum heims og maðurinn sem gerði grín að Evrópumeisturum Real Madrid. BBC tók saman stutt og skemmtilegt myndband um þessi tímamót Dele Alli sem má sjá með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 21:30 Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í kvöld | Myndbönd Tottenham og Manchester City tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Dele Alli, leikmaður Tottenham, spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á þessari leiktíð í gærkvöldi þegar að Tottenham vann Real Madrid, 3-1. Alli byrjaði leiktíðina í þriggja leikja Evrópubanni en sneri aftur með stæl í gærkvöldi og skoraði tvö mörk fyrir Spurs sem vann Real Madrid í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tottenham náði jafntefli á Bernabéu fyrir viku síðan og er nú í bílstjórasætinu í H-riðli. Það er í góðri stöðu að vinna riðilinn en í fyrra féll liðið niður í Evrópudeildina og tapaði svo þar í 32 liða úrslitum. Uppgangur Dele Alli hefur verið svakalega hraður en þessi 21 árs gamli Englendingur var keyptur frá MK Dons til Tottenham á fimm milljónir punda í janúar 2015. Hann var lánaður aftur til 1. deildar liðsins og hóf leik með Tottenham í ágúst 2015.Í gær voru nánast fimm ár upp á dag síðan að Dele Alli, þá 16 ára, þreytti frumraun sína með MK Dons. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bikarsins á móti Cambridge City. Alli sýndi strax hvað í hann er spunnið með fallegum tilþrifum. Hann skoraði svo glæsilegt mark með þrumuskoti í seinni leiknum á móti Cambridge en sá fyrri endaði með jafntefli. Nú, fimm árum síðar, er þessi ungi enski landsliðsmaður einn af eftirsóttustu miðjumönnum heims og maðurinn sem gerði grín að Evrópumeisturum Real Madrid. BBC tók saman stutt og skemmtilegt myndband um þessi tímamót Dele Alli sem má sjá með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 21:30 Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í kvöld | Myndbönd Tottenham og Manchester City tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 21:30
Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í kvöld | Myndbönd Tottenham og Manchester City tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 22:45