Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Vigdís Ingvadóttir var fædd árið 1864 og lést 92 ára gömul á næst síðasta degi jóla í janúar 1957. „Það er ekkert á leiðinu hennar og hefur aldrei verið, ekki trékross einu sinni,“ segir Jóna Sigríður Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir hóp sex kvenna úr Mýrdal sem eru að safnan fyrir legsteini á leiði förukonunnar Vigdísar Ingvadóttur í Skeiðflatarkirkjugarði. Vigga gamla eins og Vigdís var kölluð fæddist 1864 í Norður Hvammi í Mýrdal. Hún var lögð í einelti á sínu eigin heimili og lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul og var förukona þar til hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Vigga ólst upp í systkinahópi í Norður-Hvammi í Mýrdal og þar var hún höfð útundan og án þess að ég hafi ábyrgar heimildir fyrir því hef ég heyrt að pabbi hennar hafi verið henni ekki góður,“ segir Jóna um ástæður þess að Vigdís lagði kornung í flakk. „Hún virtist hafa mikla ánægju af því og fékk að halda því áfram alla ævina.“Vigga gamla í túlkun listakonunnar Jónu Sigríðar Jónsdóttur.Vigdísi flakkaði mest milli bæja í Mýrdal en lagði leið sína líka í austurhluta Rangárvallarsýslu. Þótt hún hafi verið nokkuð föst við bæinn Hvol síðustu áratugi ævi sinnar hélt hún áfram flakki fram níræðisaldur. „Vigga heimsótti nánast hvern einasta bæ og var alltaf velkomin alls staðar,“ segir Jóna sem kveður Viggu gömlu alls ekki hafa lagt fyrir sig að bera sögur milli bæja.Jóna Sigríður Jónsdóttir.„Það eina sem hún bað um og gladdi hana mjög var ef það var rétt að henni einhver tuska eða tölur, ullarlagður eða bandhnykill sem hún notaði til að skreyta fötin sín. Hún var nefnilega mjög sérstæð í útliti vegna þess að hún klæddi sig í svo litsterk föt og hún sást langar leiðir að því hún glitraði hreinlega,“ lýsir Jóna sem í æsku sinni náði að kynnast Viggu eins og hinar konurnar í hópnum sem ættaðar eru úr Dyrhólahverfi og vilja nú að gömlu förukonunnar sé minnst á sómasamlegan hátt. „Þá var skólinn í Litla-Hvammi og hún kom oft í skólann og fékk að líta yfir hópinn. Sjálf var hún aldrei í skóla,“ segir Jóna sem kveður vísbendingar um að Vigga hafi verið ólæs. „En hún var vel gefin, kunni mikið af ljóðum utan að og var mjög hnyttin í tilsvörum.“ Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að styrkja legsteininn fyrir Vigdísi með 50 þúsund krónum. Aðspurð segir Jóna enn vanta nokkuð upp á fyrir kostnaði. „Okkur langar svolítið til að þetta geti orðið táknrænt fyrir hana,“ segir Jóna sem 2011 hélt myndlistarsýningu tileinkaða Viggu í Byggðasafninu í Skógum og skrifaði í bréfið þar sem óskað er eftir styrk frá Mýrdalshreppi og færir þar rök fyrir því að Vigdísi verði sýndur þessi virðingarvottur. „Hún var þrátt fyrir fátækt og umkomuleysi einn eftirminnilegasti Mýrdælingur sem uppi var á síðustu öld.“Menjar á sálinni „Vigga var alin upp í mikilli fátækt og við alls konar harðrétti, enda hefur hún borið þess menjar alla sína löngu ævi, bæði að því er snertir líkamsatgjörvi, og ekki síður hefur það orðið afdrifaríkt fyrir sálarlíf hennar. Hún mun fljótt hafa verið einna minnst metin á heimilinu,“ segir í umfjöllun um Vigdísi Ingvadóttur í tímaritinu Samvinnu árið 1956, skömmu áður en hún lést. „Þegar Vigga fellur í valinn, hverfur einhver einkennilegasta og sérkennilegasta kona, sem Mýrdalurinn hefur alið síðustu hundrað árin, og þó að víðar væri leitað.“Magnús Finnbogason í Samvinnunni 1. desember 1956. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það er ekkert á leiðinu hennar og hefur aldrei verið, ekki trékross einu sinni,“ segir Jóna Sigríður Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir hóp sex kvenna úr Mýrdal sem eru að safnan fyrir legsteini á leiði förukonunnar Vigdísar Ingvadóttur í Skeiðflatarkirkjugarði. Vigga gamla eins og Vigdís var kölluð fæddist 1864 í Norður Hvammi í Mýrdal. Hún var lögð í einelti á sínu eigin heimili og lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul og var förukona þar til hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Vigga ólst upp í systkinahópi í Norður-Hvammi í Mýrdal og þar var hún höfð útundan og án þess að ég hafi ábyrgar heimildir fyrir því hef ég heyrt að pabbi hennar hafi verið henni ekki góður,“ segir Jóna um ástæður þess að Vigdís lagði kornung í flakk. „Hún virtist hafa mikla ánægju af því og fékk að halda því áfram alla ævina.“Vigga gamla í túlkun listakonunnar Jónu Sigríðar Jónsdóttur.Vigdísi flakkaði mest milli bæja í Mýrdal en lagði leið sína líka í austurhluta Rangárvallarsýslu. Þótt hún hafi verið nokkuð föst við bæinn Hvol síðustu áratugi ævi sinnar hélt hún áfram flakki fram níræðisaldur. „Vigga heimsótti nánast hvern einasta bæ og var alltaf velkomin alls staðar,“ segir Jóna sem kveður Viggu gömlu alls ekki hafa lagt fyrir sig að bera sögur milli bæja.Jóna Sigríður Jónsdóttir.„Það eina sem hún bað um og gladdi hana mjög var ef það var rétt að henni einhver tuska eða tölur, ullarlagður eða bandhnykill sem hún notaði til að skreyta fötin sín. Hún var nefnilega mjög sérstæð í útliti vegna þess að hún klæddi sig í svo litsterk föt og hún sást langar leiðir að því hún glitraði hreinlega,“ lýsir Jóna sem í æsku sinni náði að kynnast Viggu eins og hinar konurnar í hópnum sem ættaðar eru úr Dyrhólahverfi og vilja nú að gömlu förukonunnar sé minnst á sómasamlegan hátt. „Þá var skólinn í Litla-Hvammi og hún kom oft í skólann og fékk að líta yfir hópinn. Sjálf var hún aldrei í skóla,“ segir Jóna sem kveður vísbendingar um að Vigga hafi verið ólæs. „En hún var vel gefin, kunni mikið af ljóðum utan að og var mjög hnyttin í tilsvörum.“ Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að styrkja legsteininn fyrir Vigdísi með 50 þúsund krónum. Aðspurð segir Jóna enn vanta nokkuð upp á fyrir kostnaði. „Okkur langar svolítið til að þetta geti orðið táknrænt fyrir hana,“ segir Jóna sem 2011 hélt myndlistarsýningu tileinkaða Viggu í Byggðasafninu í Skógum og skrifaði í bréfið þar sem óskað er eftir styrk frá Mýrdalshreppi og færir þar rök fyrir því að Vigdísi verði sýndur þessi virðingarvottur. „Hún var þrátt fyrir fátækt og umkomuleysi einn eftirminnilegasti Mýrdælingur sem uppi var á síðustu öld.“Menjar á sálinni „Vigga var alin upp í mikilli fátækt og við alls konar harðrétti, enda hefur hún borið þess menjar alla sína löngu ævi, bæði að því er snertir líkamsatgjörvi, og ekki síður hefur það orðið afdrifaríkt fyrir sálarlíf hennar. Hún mun fljótt hafa verið einna minnst metin á heimilinu,“ segir í umfjöllun um Vigdísi Ingvadóttur í tímaritinu Samvinnu árið 1956, skömmu áður en hún lést. „Þegar Vigga fellur í valinn, hverfur einhver einkennilegasta og sérkennilegasta kona, sem Mýrdalurinn hefur alið síðustu hundrað árin, og þó að víðar væri leitað.“Magnús Finnbogason í Samvinnunni 1. desember 1956.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira