Áfram konur Frosti Logason skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna. Tillagan var kvennaþing á Alþingi. Sjálfum fannst mér þetta afbragðs hugmynd. Framkvæmdin yrði einföld. Öllum körlum á framboðslistum flokkanna yrði ýtt til hliðar og eftir sætu 63 þingkonur sem tækju að sér að sitja heilt kjörtímabil allri þjóðinni til heilla. Einhverra hluta vegna var tekið fálega í þessar hugmyndir. En það virðist reyndar vera lenskan í íslensku þjóðfélagi að aldrei megi neitt vera út fyrir boxið. Nú stöndum við uppi tvennum kosningum síðar með færri konur á þingi en hafa verið síðustu tíu ár og allt horfir til versta vegar. Sumir tala jafnvel um korter í næsta hrun. En einhverjir spyrja sig hvort þetta væri virkilega lausnin, skiptir kyn raunverulega einhverju máli í þessu samhengi? Ég held að það sé rétt sem nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþættinum Silfrinu daginn eftir kosningar, auðvitað skiptir þetta máli. Hún sagði að konur og karlar hefðu ólíkar áherslur og þær stjórnuðu að jafnaði öðruvísi en þeir. Að vísu er þetta í ósamræmi við kenningar kynjafræðinga og femínista. Flestir vilja þeir halda því fram að munurinn á kynjunum sé enginn ef frá er tekin félagsmótun feðraveldisins. Ég vil að þessu sé gefið tækifæri. Þó ekki væri nema bara til að sjá hvað sé rétt í þessu. Hvort hafa kynjafræðingarnir eða stjórnmálamenn félagshyggjunnar rétt fyrir sér? Það gæti verið áhugavert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna. Tillagan var kvennaþing á Alþingi. Sjálfum fannst mér þetta afbragðs hugmynd. Framkvæmdin yrði einföld. Öllum körlum á framboðslistum flokkanna yrði ýtt til hliðar og eftir sætu 63 þingkonur sem tækju að sér að sitja heilt kjörtímabil allri þjóðinni til heilla. Einhverra hluta vegna var tekið fálega í þessar hugmyndir. En það virðist reyndar vera lenskan í íslensku þjóðfélagi að aldrei megi neitt vera út fyrir boxið. Nú stöndum við uppi tvennum kosningum síðar með færri konur á þingi en hafa verið síðustu tíu ár og allt horfir til versta vegar. Sumir tala jafnvel um korter í næsta hrun. En einhverjir spyrja sig hvort þetta væri virkilega lausnin, skiptir kyn raunverulega einhverju máli í þessu samhengi? Ég held að það sé rétt sem nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþættinum Silfrinu daginn eftir kosningar, auðvitað skiptir þetta máli. Hún sagði að konur og karlar hefðu ólíkar áherslur og þær stjórnuðu að jafnaði öðruvísi en þeir. Að vísu er þetta í ósamræmi við kenningar kynjafræðinga og femínista. Flestir vilja þeir halda því fram að munurinn á kynjunum sé enginn ef frá er tekin félagsmótun feðraveldisins. Ég vil að þessu sé gefið tækifæri. Þó ekki væri nema bara til að sjá hvað sé rétt í þessu. Hvort hafa kynjafræðingarnir eða stjórnmálamenn félagshyggjunnar rétt fyrir sér? Það gæti verið áhugavert.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun