Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2017 13:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Eftir að Stephen Paddock, frá Iowa, skaut 58 manns til bana og særði rúmlega 500 á tónleikum í Las Vegast í síðasta mánuði, með löglegum búnaði til að auka skothraða vopna, neituðu starfsmenn Hvíta hússins að tala um mögulegar breytingar á byssulöggjöf Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, talskona Donald Trump, sagði þá umræðu ekki vera við hæfi heldur væri tími til að syrgja og safna staðreyndum málsins áður en umræða um stefnumál færi af stað. Eftir að Sayfullo Saipov, innflytjandi frá Úsbekistan, myrti átta manns og særði ellefu í New York í gærkvöldi var Donald Trump nánast samstundis mættur á Twitter þar sem hann kallaði eftir hertari reglum varðandi innflytjendur og sagðist hafa skipað heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna að herða bakgrunnsskoðanir á innflytjendum. „Pólitískur rétttrúnaður er svo sem allt í lagi, en ekki í þessu tilfelli,“ skrifaði Trump. Enn er ekki vitað af hverju Paddock framdi fjöldamorðið, sem er ekki skilgreint sem hryðjuverk af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Saipov er sagður hafa skilið eftir miða í bílnum þar sem hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið.In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017We must not allow ISIS to return, or enter, our country after defeating them in the Middle East and elsewhere. Enough! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017My thoughts, condolences and prayers to the victims and families of the New York City terrorist attack. God and your country are with you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017 Forsetinn hélt svo áfram að tísta nú í morgun og sagði hryðjuverkamanninn hafa komið inn í Bandaríkin í gegnum svokallað „fjölbreytileika lottó“. Það væri Chuck Schumer, leiðtoga demókrata á öldungadeild þingsins. Fregnir hafa borist af því í morgun að Saipov hafi komið til landsins í gegnum lottóið en þær hafa ekki verið staðfestar, samkvæmt frétt Washington Post.Trump sagði einnig að hann væri að berjast fyrir innflytjendakerfi sem tæki mið af hæfni innflytjenda í stað lottósins. Það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að verða sterkari og gáfaðri í þessum málum. Við það bætti hann svo tilvitnun í gest þáttarins Fox and Friends að Schumer væri að flytja „vandamál Evrópu“ til Bandaríkjanna og sagði Trump að nauðsynlegt væri að stöðva þessa „geðveiki“.The terrorist came into our country through what is called the "Diversity Visa Lottery Program," a Chuck Schumer beauty. I want merit based. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017We are fighting hard for Merit Based immigration, no more Democrat Lottery Systems. We must get MUCH tougher (and smarter). @foxandfriends — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017"Senator Chuck Schumer helping to import Europes problems" said Col.Tony Shaffer. We will stop this craziness! @foxandfriends — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017 Eftir árásina í Las Vegas fengu starsfsmenn Hvíta hússins og talsmenn Trump skjal þar sem lagðar voru línur varðandi orðræðuna í kjölfar árásarinnar. Blaðamenn ABC komu höndum yfir skjalið og þar mátti sjá að línurnar voru á þá leið að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði ekki fundið nein tengsl á milli Paddock og hryðjuverkasamtaka. Sömuleiðis átti fólk að ítreka að nauðsynlegt væri að safna öllum upplýsingum áður en umræða um stefnumál og byssulöggjöf í Bandaríkjunum færi fram. Rannsóknin væri enn á frumstigi. Þar kom einnig fram að fólk ætti að ítreka að Trump væri stuðningsmaður grunnréttinda Bandaríkjanna, málfrelsis, trúfrelsis og frelsis til byssueignar. Það væri bæði hægt að tryggja þann rétt Bandaríkjamanna og tryggja öryggi þeirra. Einnig stóð í skjalinu að hert löggjöf varðandi byssueign myndi líklega ekki koma í veg fyrir skotárásir.Ótímabært og ekki við hæfi Degi eftir árásina í Las Vegas ræddi Sarah Huckabee Sanders við blaðamenn í Hvíta húsinu og kom hún sér ítrekað undan spurningum varðandi byssulöggjöf með því að segja „ótímabært“ og ekki við hæfi að ræða það. Hins vegar fór hún fljótt að ræða Chicago og fjölda morða þar með skotvopnum. Hvernig ströng lög hefði ekki hjálpað þar. Eins og það var orðað í frétt Washington Post: „Þetta er Hvíta húsið að tala ekki um byssulöggjöf“.Eftir skotárásina á skemmtistaðnum Pulse í Orlandi í fyrra, þar sem 50 manns dóu, var Trump einnig mættur á Twitter þann sama dag. Þar talaði hann um „múslimabannið“ svokallaða og að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra landa, þar sem lang flestir íbúar eru múslimar, gætu ekki ferðast til Bandaríkjanna. Pulse árásin var framkvæmd af Omar Mateen, múslima og syni innflytjenda frá Afganistan.Really bad shooting in Orlando. Police investigating possible terrorism. Many people dead and wounded. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 12, 2016Reporting that Orlando killer shouted "Allah hu Akbar!" as he slaughtered clubgoers. 2nd man arrested in LA with rifles near Gay parade. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 12, 2016What has happened in Orlando is just the beginning. Our leadership is weak and ineffective. I called it and asked for the ban. Must be tough — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 12, 2016I thought people weren’t celebrating? They were cheering all over, even this savage from Orlando. I was right. https://t.co/DrVa65X9rI — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2016 Trump gerði hið sama þegar sprengju var komið fyrir í lest í London í september. Þá kallaði hann eftir því að „múslimabanninu“ yrði komið á. Dómarar höfðu þá komið í veg fyrir það. Svo í kjölfar árásarinnar á London brú í sumar kallaði hann einnig eftir múslimabanninu og gagnrýndi Sadiq Khan, sem er fyrsti músliminn til að stija í borgarstjórastól í London. Eftir að hvítur rasisti ók inn í hóp mótmælenda í Charlottesville í ágúst svo einn lét lífið neitað Trump um skeið að fordæma nasista og þjóðernissinna sem höfðu komið saman í borginni og sagði „mörgum hliðum“ um að kenna. Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Eftir að Stephen Paddock, frá Iowa, skaut 58 manns til bana og særði rúmlega 500 á tónleikum í Las Vegast í síðasta mánuði, með löglegum búnaði til að auka skothraða vopna, neituðu starfsmenn Hvíta hússins að tala um mögulegar breytingar á byssulöggjöf Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, talskona Donald Trump, sagði þá umræðu ekki vera við hæfi heldur væri tími til að syrgja og safna staðreyndum málsins áður en umræða um stefnumál færi af stað. Eftir að Sayfullo Saipov, innflytjandi frá Úsbekistan, myrti átta manns og særði ellefu í New York í gærkvöldi var Donald Trump nánast samstundis mættur á Twitter þar sem hann kallaði eftir hertari reglum varðandi innflytjendur og sagðist hafa skipað heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna að herða bakgrunnsskoðanir á innflytjendum. „Pólitískur rétttrúnaður er svo sem allt í lagi, en ekki í þessu tilfelli,“ skrifaði Trump. Enn er ekki vitað af hverju Paddock framdi fjöldamorðið, sem er ekki skilgreint sem hryðjuverk af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Saipov er sagður hafa skilið eftir miða í bílnum þar sem hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið.In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017We must not allow ISIS to return, or enter, our country after defeating them in the Middle East and elsewhere. Enough! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017My thoughts, condolences and prayers to the victims and families of the New York City terrorist attack. God and your country are with you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017 Forsetinn hélt svo áfram að tísta nú í morgun og sagði hryðjuverkamanninn hafa komið inn í Bandaríkin í gegnum svokallað „fjölbreytileika lottó“. Það væri Chuck Schumer, leiðtoga demókrata á öldungadeild þingsins. Fregnir hafa borist af því í morgun að Saipov hafi komið til landsins í gegnum lottóið en þær hafa ekki verið staðfestar, samkvæmt frétt Washington Post.Trump sagði einnig að hann væri að berjast fyrir innflytjendakerfi sem tæki mið af hæfni innflytjenda í stað lottósins. Það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að verða sterkari og gáfaðri í þessum málum. Við það bætti hann svo tilvitnun í gest þáttarins Fox and Friends að Schumer væri að flytja „vandamál Evrópu“ til Bandaríkjanna og sagði Trump að nauðsynlegt væri að stöðva þessa „geðveiki“.The terrorist came into our country through what is called the "Diversity Visa Lottery Program," a Chuck Schumer beauty. I want merit based. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017We are fighting hard for Merit Based immigration, no more Democrat Lottery Systems. We must get MUCH tougher (and smarter). @foxandfriends — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017"Senator Chuck Schumer helping to import Europes problems" said Col.Tony Shaffer. We will stop this craziness! @foxandfriends — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017 Eftir árásina í Las Vegas fengu starsfsmenn Hvíta hússins og talsmenn Trump skjal þar sem lagðar voru línur varðandi orðræðuna í kjölfar árásarinnar. Blaðamenn ABC komu höndum yfir skjalið og þar mátti sjá að línurnar voru á þá leið að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði ekki fundið nein tengsl á milli Paddock og hryðjuverkasamtaka. Sömuleiðis átti fólk að ítreka að nauðsynlegt væri að safna öllum upplýsingum áður en umræða um stefnumál og byssulöggjöf í Bandaríkjunum færi fram. Rannsóknin væri enn á frumstigi. Þar kom einnig fram að fólk ætti að ítreka að Trump væri stuðningsmaður grunnréttinda Bandaríkjanna, málfrelsis, trúfrelsis og frelsis til byssueignar. Það væri bæði hægt að tryggja þann rétt Bandaríkjamanna og tryggja öryggi þeirra. Einnig stóð í skjalinu að hert löggjöf varðandi byssueign myndi líklega ekki koma í veg fyrir skotárásir.Ótímabært og ekki við hæfi Degi eftir árásina í Las Vegas ræddi Sarah Huckabee Sanders við blaðamenn í Hvíta húsinu og kom hún sér ítrekað undan spurningum varðandi byssulöggjöf með því að segja „ótímabært“ og ekki við hæfi að ræða það. Hins vegar fór hún fljótt að ræða Chicago og fjölda morða þar með skotvopnum. Hvernig ströng lög hefði ekki hjálpað þar. Eins og það var orðað í frétt Washington Post: „Þetta er Hvíta húsið að tala ekki um byssulöggjöf“.Eftir skotárásina á skemmtistaðnum Pulse í Orlandi í fyrra, þar sem 50 manns dóu, var Trump einnig mættur á Twitter þann sama dag. Þar talaði hann um „múslimabannið“ svokallaða og að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra landa, þar sem lang flestir íbúar eru múslimar, gætu ekki ferðast til Bandaríkjanna. Pulse árásin var framkvæmd af Omar Mateen, múslima og syni innflytjenda frá Afganistan.Really bad shooting in Orlando. Police investigating possible terrorism. Many people dead and wounded. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 12, 2016Reporting that Orlando killer shouted "Allah hu Akbar!" as he slaughtered clubgoers. 2nd man arrested in LA with rifles near Gay parade. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 12, 2016What has happened in Orlando is just the beginning. Our leadership is weak and ineffective. I called it and asked for the ban. Must be tough — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 12, 2016I thought people weren’t celebrating? They were cheering all over, even this savage from Orlando. I was right. https://t.co/DrVa65X9rI — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2016 Trump gerði hið sama þegar sprengju var komið fyrir í lest í London í september. Þá kallaði hann eftir því að „múslimabanninu“ yrði komið á. Dómarar höfðu þá komið í veg fyrir það. Svo í kjölfar árásarinnar á London brú í sumar kallaði hann einnig eftir múslimabanninu og gagnrýndi Sadiq Khan, sem er fyrsti músliminn til að stija í borgarstjórastól í London. Eftir að hvítur rasisti ók inn í hóp mótmælenda í Charlottesville í ágúst svo einn lét lífið neitað Trump um skeið að fordæma nasista og þjóðernissinna sem höfðu komið saman í borginni og sagði „mörgum hliðum“ um að kenna.
Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira