Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. „Við hjónin fórum glöð að sofa á laugardag,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins. Miðflokkurinn hlaut tæplega 11 prósent atkvæða og sjö þingmenn í nýafstöðnum alþingiskosningum, en flokkurinn hafði sléttan mánuð til þess að kynna kosningamál sín, áður en kjósendur gengu að kjörborðinu. „Við höfum verið á ferðalögum, langt í burtu og í takmörkuðu netsambandi í heilan mánuð núna, svo við höfum lítið getað fylgst með kosningabaráttunni sjálfri. Þannig að okkur þótti mest spennandi að komast á netið til þess að sjá skoðanakannanirnar. Fyrst um sinn hugsuðum við mikið um hvort flokkurinn næði öllum undirskriftum, á svo skömmum tíma, en þegar þær voru komnar vorum við viss um að hann næði allavega tíu prósenta fylgi,“ segir Gunnlaugur, sem var staddur á Flórída þegar Fréttablaðið náði tali af honum.Fagnað var á kosningavöku Miðflokksins.vísir/anton brink„Við náðum í Sigmund í fyrsta skipti í gær, af því að hann hringdi í mömmu sína, en þá var klukkan hálf tvö að nóttu að íslenskum tíma. Mamma hans þekkir hann svo vel og heyrði að hann var þreyttur, svo við sögðum honum bara að hvíla sig.“ Aðspurður um næstu skref segir Gunnlaugur að nú þurfi Miðflokkurinn að vinna að því að byggja sig upp um land allt. „Það er ærin vinna. Veikleiki nýrra flokka held ég að sé sá að þeir byggja sig ekki upp í kringum landið. Svo ég hugsa að það ætti að verða þeirra fyrsta verk.“ Þá segir hann erfitt að segja til um næstu ríkisstjórn, en telur farsælast, líkt og staðan sé nú, að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins myndi næstu stjórn. Jafnvel að Viðreisn verði tekin inn í stjórnarsamstarfið.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í fyrradag.Vísir/Anton Brink„Eru skoðanakannanir ekki að sýna að Miðflokkurinn hafi tekið fylgi sitt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? Það er oft talað um að halda vinum sínum nálægt en óvinum sínum enn nær. Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að passa að Miðflokkurinn narti ekki meira í hann frá miðjunni og Framsókn þarf auðvitað líka að passa upp á hann. Þannig að ég skýt á DMBF, hugsanlega með C líka. Þessir flokkar sem væru þarna fyrir utan eru ekki að keppa um sömu atkvæði og þeir sem eru þarna inni, og þó að það komi ekki öllum saman, þá er oft betra að halda óvininum nálægt heldur en að hafa hann hringspólandi einhvers staðar.“ Gunnlaugur tekur einnig fram að honum þyki sorglegt hvernig farið hafi fyrir hans gamla flokki, Framsókn „Annaðhvort verður hann að finna sinn súpermann eða súperkonu eða þetta fjarar út. Hann er ekki með það súperfólk núna sem getur bjargað flokknum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Sjá meira
„Við hjónin fórum glöð að sofa á laugardag,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins. Miðflokkurinn hlaut tæplega 11 prósent atkvæða og sjö þingmenn í nýafstöðnum alþingiskosningum, en flokkurinn hafði sléttan mánuð til þess að kynna kosningamál sín, áður en kjósendur gengu að kjörborðinu. „Við höfum verið á ferðalögum, langt í burtu og í takmörkuðu netsambandi í heilan mánuð núna, svo við höfum lítið getað fylgst með kosningabaráttunni sjálfri. Þannig að okkur þótti mest spennandi að komast á netið til þess að sjá skoðanakannanirnar. Fyrst um sinn hugsuðum við mikið um hvort flokkurinn næði öllum undirskriftum, á svo skömmum tíma, en þegar þær voru komnar vorum við viss um að hann næði allavega tíu prósenta fylgi,“ segir Gunnlaugur, sem var staddur á Flórída þegar Fréttablaðið náði tali af honum.Fagnað var á kosningavöku Miðflokksins.vísir/anton brink„Við náðum í Sigmund í fyrsta skipti í gær, af því að hann hringdi í mömmu sína, en þá var klukkan hálf tvö að nóttu að íslenskum tíma. Mamma hans þekkir hann svo vel og heyrði að hann var þreyttur, svo við sögðum honum bara að hvíla sig.“ Aðspurður um næstu skref segir Gunnlaugur að nú þurfi Miðflokkurinn að vinna að því að byggja sig upp um land allt. „Það er ærin vinna. Veikleiki nýrra flokka held ég að sé sá að þeir byggja sig ekki upp í kringum landið. Svo ég hugsa að það ætti að verða þeirra fyrsta verk.“ Þá segir hann erfitt að segja til um næstu ríkisstjórn, en telur farsælast, líkt og staðan sé nú, að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins myndi næstu stjórn. Jafnvel að Viðreisn verði tekin inn í stjórnarsamstarfið.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í fyrradag.Vísir/Anton Brink„Eru skoðanakannanir ekki að sýna að Miðflokkurinn hafi tekið fylgi sitt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? Það er oft talað um að halda vinum sínum nálægt en óvinum sínum enn nær. Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að passa að Miðflokkurinn narti ekki meira í hann frá miðjunni og Framsókn þarf auðvitað líka að passa upp á hann. Þannig að ég skýt á DMBF, hugsanlega með C líka. Þessir flokkar sem væru þarna fyrir utan eru ekki að keppa um sömu atkvæði og þeir sem eru þarna inni, og þó að það komi ekki öllum saman, þá er oft betra að halda óvininum nálægt heldur en að hafa hann hringspólandi einhvers staðar.“ Gunnlaugur tekur einnig fram að honum þyki sorglegt hvernig farið hafi fyrir hans gamla flokki, Framsókn „Annaðhvort verður hann að finna sinn súpermann eða súperkonu eða þetta fjarar út. Hann er ekki með það súperfólk núna sem getur bjargað flokknum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30