Treystum á vísindamennina og tæknina til að segja um hvað sé að gerast í jöklinum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2017 19:15 Óvissustigi almannavarna vegna Öræfajökuls verður viðhaldið að minnsta kosti til þriðjudags. Veruleg óvissa er um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi í jöklinum en sérfræðingar og vísindamenn reyna að ráða í hvað sé að gerast. Allt hefur verið með kyrrum kjörum við Öræfajökul ef frá eru taldir nokkrir smáskjálftar við Hvannadalshnúk frá því í gærkvöldi. Vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa í dag unnið úr gögnum sem sótt voru í tveimur ferðum í og við jökulinn í gær. Upplýst var að nýr sigketill hafi myndast í jöklinum en öflugur jarðskjálfti var þar í byrjun október. Ákveðið var í gærkvöldi að viðhalda óvissustigi almannavarna á svæðinu og mun litakóði vegna flugumferðar í grennd við jökulinn verða áfram gulur. Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki um að eldgos sé að hefjast. Þó er veruleg óvissa um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi. Fylgjast þarf náið með henni og auka eftirlit og rannsóknir. Bæta þarf mælanetið vegna jarðhitans og fram að því verður lögregla og sérfræðingar með vakt við jökulinn. „Þeir eru með færanlegt eftirlit. Þeir eru þarna við staðinn. Þeir voru með punktastöðu fyrst en eru núna þarna við staðinn og eru að aðstoða vísindamenn við það að taka sýni og fleira á svæðinu,“ sagði Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt upplýsingum er en mikil brennisteinslykt við Kvíá, þar sem talið er að jarðhitavatn úr katlinum, sem seig, hafi komið niður. Jarðvísindamenn vinna að því að yfirfara nýjar gervihnattarmyndir af jöklinum og munu fulltrúar almannavarna og veðurstofunnar meta stöðuna klukkan níu í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi ásamt heimamönnum vinnur að rýmingaráætlun á svæðinu. Nýlegt hættumat fyrir svæðið segir að frá því að eldgos í jöklinum nái til yfirborðs og þar til flóð væri komið að þjóðvegi 1, gætu í mörgum tilfellum liðið aðeins um 20 mínútur. Í Öræfum er þónokkur byggð og vinsælir ferðamannastaðir innan þessa svæðis. „Auðvitað er maður ekkert rólegur því að þetta er svolítið óvenjulegt og það eru mörg mörg mörg hundruð ár síðan gaus þarna síðast og hvað gerist núna veit maður ekki. Ég vil nú frekar draga úr því og við sjáum hvað setur. Tæknibúnaður og annað er miklu miklu betri heldur en við höfum átt undanfarna áratugi. Þannig að maður leggur allt traust á vísindamennina okkar sem að geta svarað þessu,“ segir Hjálmar. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vísindamenn sendir að Kvíá Enn var töluverð brennisteinslykt úr Kvíá þegar lögreglumenn af Suðurlandi áttu þar leið um í gærkvöldi. 17. nóvember 2017 07:11 Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02 Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Óvissustigi almannavarna vegna Öræfajökuls verður viðhaldið að minnsta kosti til þriðjudags. Veruleg óvissa er um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi í jöklinum en sérfræðingar og vísindamenn reyna að ráða í hvað sé að gerast. Allt hefur verið með kyrrum kjörum við Öræfajökul ef frá eru taldir nokkrir smáskjálftar við Hvannadalshnúk frá því í gærkvöldi. Vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa í dag unnið úr gögnum sem sótt voru í tveimur ferðum í og við jökulinn í gær. Upplýst var að nýr sigketill hafi myndast í jöklinum en öflugur jarðskjálfti var þar í byrjun október. Ákveðið var í gærkvöldi að viðhalda óvissustigi almannavarna á svæðinu og mun litakóði vegna flugumferðar í grennd við jökulinn verða áfram gulur. Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki um að eldgos sé að hefjast. Þó er veruleg óvissa um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi. Fylgjast þarf náið með henni og auka eftirlit og rannsóknir. Bæta þarf mælanetið vegna jarðhitans og fram að því verður lögregla og sérfræðingar með vakt við jökulinn. „Þeir eru með færanlegt eftirlit. Þeir eru þarna við staðinn. Þeir voru með punktastöðu fyrst en eru núna þarna við staðinn og eru að aðstoða vísindamenn við það að taka sýni og fleira á svæðinu,“ sagði Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt upplýsingum er en mikil brennisteinslykt við Kvíá, þar sem talið er að jarðhitavatn úr katlinum, sem seig, hafi komið niður. Jarðvísindamenn vinna að því að yfirfara nýjar gervihnattarmyndir af jöklinum og munu fulltrúar almannavarna og veðurstofunnar meta stöðuna klukkan níu í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi ásamt heimamönnum vinnur að rýmingaráætlun á svæðinu. Nýlegt hættumat fyrir svæðið segir að frá því að eldgos í jöklinum nái til yfirborðs og þar til flóð væri komið að þjóðvegi 1, gætu í mörgum tilfellum liðið aðeins um 20 mínútur. Í Öræfum er þónokkur byggð og vinsælir ferðamannastaðir innan þessa svæðis. „Auðvitað er maður ekkert rólegur því að þetta er svolítið óvenjulegt og það eru mörg mörg mörg hundruð ár síðan gaus þarna síðast og hvað gerist núna veit maður ekki. Ég vil nú frekar draga úr því og við sjáum hvað setur. Tæknibúnaður og annað er miklu miklu betri heldur en við höfum átt undanfarna áratugi. Þannig að maður leggur allt traust á vísindamennina okkar sem að geta svarað þessu,“ segir Hjálmar.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vísindamenn sendir að Kvíá Enn var töluverð brennisteinslykt úr Kvíá þegar lögreglumenn af Suðurlandi áttu þar leið um í gærkvöldi. 17. nóvember 2017 07:11 Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02 Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Vísindamenn sendir að Kvíá Enn var töluverð brennisteinslykt úr Kvíá þegar lögreglumenn af Suðurlandi áttu þar leið um í gærkvöldi. 17. nóvember 2017 07:11
Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54
Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15
„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04
Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02
Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00