Þorsteinn segir mögulegt stjórnarmynstur hafa verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 16:20 Þorsteinn Víglundsson segir að ríkisstjórn D, F og V verði "kyrrstöðustjórn“. Vísir/GVA „Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“ Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira