Saga Reykjavíkurhafnar samofin sögu þjóðarinnar í heila öld Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira