Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 19:07 Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels