Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2017 11:33 Moore hefur sagt ásaknirnar upplognar að hluta en hefur ekki neitað því að hafa hitt unglingsstúlkur þegar hann var sjálfur á fertugsaldri. Vísir/AFP Enn fjölgar í hópi kvenna sem saka Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Alabama, um óviðeigandi eða kynferðislega tilburði þegar þær voru táningar. Tvær konur komu fram í gær og sögðu Moore hafa elst við sig þegar þær voru ungar. Báðar unnur þær í Sears-stórversluninni í verslunarmiðstöð í Gadsen í Alabama á 8. áratugnum. Önnur þeirra, Gena Richardson, var að klára menntaskóla á þeim og var 17-18 ára gömul. Hún segir Moore hafa kynnt sig fyrir henni í búðinni og beðið hana um símanúmer. Því hafi hún hins vegar hafnað en Moore var þá þrítugur saksóknari. Moore hafi þó ekki látið þar staðar numið. Nokkrum dögum síðar hafi stúlkan verið kölluð úr tíma í skólanum og á skrifstofu skólastjóra. Þar hafi símtal beðið eftir henni. Á hinum endanum var Moore sem vildi bjóða henni á stefnumót. Richardson segist á endanum hafa látið undan og farið á stefnumót með Moore. Stefnumótið endaði með „kröftugum“ kossi gegn vilja Richardson sem hún segir að hafi hrætt sig. „Ég vildi aldrei hitta hann aftur,“ segir Richardson sem er 58 ára í dag við Washington Post. Gæti leitt til ólíklegs sigurs demókrata í eldrauðu ríki Áður hafa nokkrar aðrar konur stigið fram og lýst því hvernig Moore hafði uppi kynferðislega tilburði eða eltist við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. Þar á meðal var kona sem Moore hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig þegar hún var 14 ára en hann á fertugsaldri. Moore hefur hafnað ásökununum og segir þær runnar undan rótum pólitískra andstæðinga. Hann hefur ekki ljáð máls á því að draga sig í hlé þrátt fyrir að sumir leiðtogar Repúblikanaflokksins hafi hvatt hann til þess. Fulltrúar flokksins í Albama hafa þó staðið með sínum manni fram að þessu. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar sem repúblikanar gætu farið til að losa sig við Moore. Rætt hefur verið um að þeir gætu reynt að seinka kjördegi, hefja baráttu til að kjósendur tilnefni annan frambjóðanda á kjörseðlinum eða jafnvel víki Moore af þingi nái hann kjöri þrátt fyrir allt. Kosið verður um annað öldungadeildarþingsæti Alabama-ríkis 12. desember. Alabama er íhaldssamt ríki og vann Donald Trump sigur með 28 prósentustigum þar í forsetakosningunum í fyrra. Moore er hins vegar sérlega umdeildur frambjóðandi. Áður en ásakanirnar á hendur honum komu fram var hann með nokkuð forskot á demókratann Doug Jones í skoðanankönnunum en mun minna en almennt hefði verið búist við af repúblikana í ríkinu. Nú benda kannanir hins vegar til þess að Moore hafi aðeins naumt forskot á Jones. Demókratar eygja því möguleika á að vinna öldungadeildarsæti í Alabama sem hefði verið talið nær ómögulegt fyrir nokkrum vikum. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. 13. nóvember 2017 20:45 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Enn fjölgar í hópi kvenna sem saka Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Alabama, um óviðeigandi eða kynferðislega tilburði þegar þær voru táningar. Tvær konur komu fram í gær og sögðu Moore hafa elst við sig þegar þær voru ungar. Báðar unnur þær í Sears-stórversluninni í verslunarmiðstöð í Gadsen í Alabama á 8. áratugnum. Önnur þeirra, Gena Richardson, var að klára menntaskóla á þeim og var 17-18 ára gömul. Hún segir Moore hafa kynnt sig fyrir henni í búðinni og beðið hana um símanúmer. Því hafi hún hins vegar hafnað en Moore var þá þrítugur saksóknari. Moore hafi þó ekki látið þar staðar numið. Nokkrum dögum síðar hafi stúlkan verið kölluð úr tíma í skólanum og á skrifstofu skólastjóra. Þar hafi símtal beðið eftir henni. Á hinum endanum var Moore sem vildi bjóða henni á stefnumót. Richardson segist á endanum hafa látið undan og farið á stefnumót með Moore. Stefnumótið endaði með „kröftugum“ kossi gegn vilja Richardson sem hún segir að hafi hrætt sig. „Ég vildi aldrei hitta hann aftur,“ segir Richardson sem er 58 ára í dag við Washington Post. Gæti leitt til ólíklegs sigurs demókrata í eldrauðu ríki Áður hafa nokkrar aðrar konur stigið fram og lýst því hvernig Moore hafði uppi kynferðislega tilburði eða eltist við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. Þar á meðal var kona sem Moore hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig þegar hún var 14 ára en hann á fertugsaldri. Moore hefur hafnað ásökununum og segir þær runnar undan rótum pólitískra andstæðinga. Hann hefur ekki ljáð máls á því að draga sig í hlé þrátt fyrir að sumir leiðtogar Repúblikanaflokksins hafi hvatt hann til þess. Fulltrúar flokksins í Albama hafa þó staðið með sínum manni fram að þessu. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar sem repúblikanar gætu farið til að losa sig við Moore. Rætt hefur verið um að þeir gætu reynt að seinka kjördegi, hefja baráttu til að kjósendur tilnefni annan frambjóðanda á kjörseðlinum eða jafnvel víki Moore af þingi nái hann kjöri þrátt fyrir allt. Kosið verður um annað öldungadeildarþingsæti Alabama-ríkis 12. desember. Alabama er íhaldssamt ríki og vann Donald Trump sigur með 28 prósentustigum þar í forsetakosningunum í fyrra. Moore er hins vegar sérlega umdeildur frambjóðandi. Áður en ásakanirnar á hendur honum komu fram var hann með nokkuð forskot á demókratann Doug Jones í skoðanankönnunum en mun minna en almennt hefði verið búist við af repúblikana í ríkinu. Nú benda kannanir hins vegar til þess að Moore hafi aðeins naumt forskot á Jones. Demókratar eygja því möguleika á að vinna öldungadeildarsæti í Alabama sem hefði verið talið nær ómögulegt fyrir nokkrum vikum.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. 13. nóvember 2017 20:45 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15
„Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. 13. nóvember 2017 20:45
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14