Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 21:55 Moore hefur ímugust á samkynheiðgum og múslimum og hefur tvisvar verið vikið úr embætti dómara. vísir/getty Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins. Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins.
Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15