Þórdís Kolbrún: Við þurfum að rífast aðeins minna og vinna meira saman Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 11:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vísir/vilhelm „Það eru auðvitað bara forréttindi að fá að starfa sem ráðherra, þú auðvitað kemur hlutunum svona í verk með öðrum hætti. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún meðal annars að tími sinn sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal heitinnar hafi verið henni lærdómsríkur tími og mikilvægur skóli. Hún vonast til þess að geta haldið áfram þeim verkefnum sem hún hafði byrjað á sem ráðherra. Hún vill sjá meiri samvinnu í stjórnmálunum. „Ég náttúrulega svolítið leið í nokkra daga eftir að stjórnin sprakk bara af því að maður er búin að gefa sig alla í verkefnin.“ Hún útilokar þó ekki að verða ráðherra ef næst að mynda þessa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar sem nú er í skoðun. „Við sjáum hvað setur, það er náttúrulega ekki búið að mynda þessa ríkisstjórn og hvað þá aðra. Ég vona að þessi verði að veruleika sem er í smíðum. Það á auðvitað eftir að ákveða stólana og hverjir munu sitja þar og svona þannig að það bara kemur í ljós.“ Hún segist vera mjög til í að halda þessu ráðuneyti og vera áfram ráðherra í næstu ríkisstjórn. „Ég væri til í það og ég hef alveg verið opin með það. Ef ég hefði mátt velja mér ráðuneyti síðast, ég hefði valið þetta. Og ef ég mætti velja mér yfir höfuð ráðuneyti núna þá myndi ég velja það aftur.“Ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn eftir fund á Bessastöðum með forseta Íslands.vísir/Anton BrinkEkki þörf á sérstöku ráðuneyti ferðamálaHún segir að ferðamálin hafi tekið mestan tíma hjá sér framanaf sínu ráðherratímabili. Að hennar mati er ekki þörf á að setja í forgang að gera sérstakt ráðuneyti ferðamála með öllum þeim skipulagsbreytingum sem því myndi fylgja. „Ég myndi ekkert setja mig upp á móti því að það væri sérstakt ráðuneyti ferðamála“ Þórdís Kolbrún segir að ferðaþjónustan fari út um alla kima samfélagsins og mörg ráðuneyti og stofnanir, og komi inn á samgöngumál, umhverfismál, samfélagsmál, sveitastjórnir, landsbyggðina, mótun skattaumhverfisins og fleira. „Við munum aldrei geta sett ferðamálin inn í eitt ráðuneyti sko en kannski finnst einhverjum það mikilvægt að klippa eitthvað á það og ég væri alveg til í að skoða það.“ Að hennar mati er nýsköpun einnig eitthvað sem er þvert á allar atvinnugreinar. „Mér hefur alveg þótt spurning hvort að nýsköpunarmál ættu einfaldlega að vera bara annaðhvort í forsætisráðuneyti eða fjármálaráðuneyti þar sem þú ert með svona yfirsýn og það fer síðan út í allar atvinnugreinar.“Þórdís Kolbrún í pontu Alþingis.vísir/ernirEkki hægt að smella fingrumAð hennar mati þarf næsta ríkisstjórn að viðhalda stöðugleika en á sama tíma horfa til framtíðar. „Mér finnst liggja í augum uppi að verkefni næstu ríkisstjórnar, sem ég persónulega vona að verði þessi sem er í smíðum, þau eru, þetta kann að vera klisja því það töluðu allir um það í kosningabaráttunni, en það er þessi uppbygging innviða. Þá á ég bæði við um vegi og velferð.“ Þórdís Kolbrún segir að það þurfi að bæta í ákveðna innviðauppbyggingu um land allt, heilbrigðiskerfið, samgöngur og fleira. Það sé þó ekki hægt að dúndra fjármagni inn í öll kerfi og smella svo fingrum og allt lagist. „Við vitum að vinnumarkaðsmálin verða mjög stór og þung og það skiptir öllu máli að allir vandi sig við að halda vel á þeim málum, bæði stjórnmálin, aðilar vinnumarkaðarins, og bara svona að almenningur átti sig á samhengi hlutanna og við náum einhvern vegin að vinna saman í því. Svo þarf að leggja áherslu á það að bæta enn frekar kjör og umhverfi þeirra sem verst standa í samfélaginu.“ Henni finnst almenningur eiga það skilið að gerðar séu langtímaáætlanir.Oddvitar flokkanna fyrir nýafstaðnar kosningar.Vísir/ErnirVill sjá meiri samvinnu„Mér finnst mikilvægt líka að við áttum okkur á því að það er miklu meira sem sameinar Íslendinga en það sem sundrar þeim. Við erum ein þjóð.“ Hún segir að það sé eðli lýðræðis og stjórnmála að takast á. „Við þurfum samt að rífast aðeins minna og bara vinna meira saman. Við erum svo nálægt því að vera bara besta samfélag í veröldinni og við erum mjög eftirsóknarvert land til að búa í og við þurfum bara að horfa meira á það og vinna með það.“ Þórdís Kolbrún segir að hvort hægt verði að gera langtímaáætlanir sé undir þingmönnum Alþingis komið, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. „Mér hefur svona heyrst allir vera á því að stjórnarandstaðan eigi að vera málefnaleg og það sé vilji til þess og að ríkisstjórn, hver sem hún verður, svona vinni nánar með stjórnarandstöðunni. Ég er sammála því. Mér finnst það garga á mann að okkur Íslendingum vantar í ríkara mæli að gera svona áætlanir til lengri tíma og ég er mjög hrifin af því.“ Að hennar mati á almenningur það skilið að það sé ekki mikil meiriháttarbreyting í ákveðnum málaflokkum. „Þetta er það sem við þurfum að gera betur og ég held að við munum sjá ákveðin verkefni fara til stjórnarandstöðunnar svona í meiri þverpólitískri samvinnu.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
„Það eru auðvitað bara forréttindi að fá að starfa sem ráðherra, þú auðvitað kemur hlutunum svona í verk með öðrum hætti. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún meðal annars að tími sinn sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal heitinnar hafi verið henni lærdómsríkur tími og mikilvægur skóli. Hún vonast til þess að geta haldið áfram þeim verkefnum sem hún hafði byrjað á sem ráðherra. Hún vill sjá meiri samvinnu í stjórnmálunum. „Ég náttúrulega svolítið leið í nokkra daga eftir að stjórnin sprakk bara af því að maður er búin að gefa sig alla í verkefnin.“ Hún útilokar þó ekki að verða ráðherra ef næst að mynda þessa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar sem nú er í skoðun. „Við sjáum hvað setur, það er náttúrulega ekki búið að mynda þessa ríkisstjórn og hvað þá aðra. Ég vona að þessi verði að veruleika sem er í smíðum. Það á auðvitað eftir að ákveða stólana og hverjir munu sitja þar og svona þannig að það bara kemur í ljós.“ Hún segist vera mjög til í að halda þessu ráðuneyti og vera áfram ráðherra í næstu ríkisstjórn. „Ég væri til í það og ég hef alveg verið opin með það. Ef ég hefði mátt velja mér ráðuneyti síðast, ég hefði valið þetta. Og ef ég mætti velja mér yfir höfuð ráðuneyti núna þá myndi ég velja það aftur.“Ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn eftir fund á Bessastöðum með forseta Íslands.vísir/Anton BrinkEkki þörf á sérstöku ráðuneyti ferðamálaHún segir að ferðamálin hafi tekið mestan tíma hjá sér framanaf sínu ráðherratímabili. Að hennar mati er ekki þörf á að setja í forgang að gera sérstakt ráðuneyti ferðamála með öllum þeim skipulagsbreytingum sem því myndi fylgja. „Ég myndi ekkert setja mig upp á móti því að það væri sérstakt ráðuneyti ferðamála“ Þórdís Kolbrún segir að ferðaþjónustan fari út um alla kima samfélagsins og mörg ráðuneyti og stofnanir, og komi inn á samgöngumál, umhverfismál, samfélagsmál, sveitastjórnir, landsbyggðina, mótun skattaumhverfisins og fleira. „Við munum aldrei geta sett ferðamálin inn í eitt ráðuneyti sko en kannski finnst einhverjum það mikilvægt að klippa eitthvað á það og ég væri alveg til í að skoða það.“ Að hennar mati er nýsköpun einnig eitthvað sem er þvert á allar atvinnugreinar. „Mér hefur alveg þótt spurning hvort að nýsköpunarmál ættu einfaldlega að vera bara annaðhvort í forsætisráðuneyti eða fjármálaráðuneyti þar sem þú ert með svona yfirsýn og það fer síðan út í allar atvinnugreinar.“Þórdís Kolbrún í pontu Alþingis.vísir/ernirEkki hægt að smella fingrumAð hennar mati þarf næsta ríkisstjórn að viðhalda stöðugleika en á sama tíma horfa til framtíðar. „Mér finnst liggja í augum uppi að verkefni næstu ríkisstjórnar, sem ég persónulega vona að verði þessi sem er í smíðum, þau eru, þetta kann að vera klisja því það töluðu allir um það í kosningabaráttunni, en það er þessi uppbygging innviða. Þá á ég bæði við um vegi og velferð.“ Þórdís Kolbrún segir að það þurfi að bæta í ákveðna innviðauppbyggingu um land allt, heilbrigðiskerfið, samgöngur og fleira. Það sé þó ekki hægt að dúndra fjármagni inn í öll kerfi og smella svo fingrum og allt lagist. „Við vitum að vinnumarkaðsmálin verða mjög stór og þung og það skiptir öllu máli að allir vandi sig við að halda vel á þeim málum, bæði stjórnmálin, aðilar vinnumarkaðarins, og bara svona að almenningur átti sig á samhengi hlutanna og við náum einhvern vegin að vinna saman í því. Svo þarf að leggja áherslu á það að bæta enn frekar kjör og umhverfi þeirra sem verst standa í samfélaginu.“ Henni finnst almenningur eiga það skilið að gerðar séu langtímaáætlanir.Oddvitar flokkanna fyrir nýafstaðnar kosningar.Vísir/ErnirVill sjá meiri samvinnu„Mér finnst mikilvægt líka að við áttum okkur á því að það er miklu meira sem sameinar Íslendinga en það sem sundrar þeim. Við erum ein þjóð.“ Hún segir að það sé eðli lýðræðis og stjórnmála að takast á. „Við þurfum samt að rífast aðeins minna og bara vinna meira saman. Við erum svo nálægt því að vera bara besta samfélag í veröldinni og við erum mjög eftirsóknarvert land til að búa í og við þurfum bara að horfa meira á það og vinna með það.“ Þórdís Kolbrún segir að hvort hægt verði að gera langtímaáætlanir sé undir þingmönnum Alþingis komið, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. „Mér hefur svona heyrst allir vera á því að stjórnarandstaðan eigi að vera málefnaleg og það sé vilji til þess og að ríkisstjórn, hver sem hún verður, svona vinni nánar með stjórnarandstöðunni. Ég er sammála því. Mér finnst það garga á mann að okkur Íslendingum vantar í ríkara mæli að gera svona áætlanir til lengri tíma og ég er mjög hrifin af því.“ Að hennar mati á almenningur það skilið að það sé ekki mikil meiriháttarbreyting í ákveðnum málaflokkum. „Þetta er það sem við þurfum að gera betur og ég held að við munum sjá ákveðin verkefni fara til stjórnarandstöðunnar svona í meiri þverpólitískri samvinnu.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“