Prófaðu að draga í riðla fyrir HM 2018: Verða strákarnir ánægðir með þig? Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 11:00 Aron Einar yrði ekki ánægður með alla þessa riðla. vísir/getty Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM 2018 í fótbolta sem fram fer í Rússlandi og er því ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í 21. heimsmeistaramótinu sem hefst í júní á næsta ári. Styrkleikalistarnir eru klárir en Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt hinum tveimur Norðurlandaþjóðunum; Svíþjóð og Danmörku, en dregið verður í riðla 1. desember í Rússlandi. Ísland getur aðeins verið með einni annarri Evrópuþjóð í riðli þannig að fari svo að Íslandi fái til dæmis Þýskaland úr efsta styrkleikaflokki geta strákarnir okkar ekki fengið Evrópuþjóð úr styrkleikaflokkum tvö og fjögur.Pots announced for #WorldCup Final Drawhttps://t.co/Wr17mUox90pic.twitter.com/1BTSixQ05Z — #WCQ (@FIFAWorldCup) November 16, 2017 Líklega væri best að dragast í A-riðil með gestgjöfum Rússlands sem eru sjálfkrafa í efsta styrkleikaflokki sem heimaþjóðin en Rússarnir eru langslakastir af þeim liðum sem eru í efsta flokki. Fýsilegir kostir í öðrum styrkleikaflokki eru lið eins og Perú og Sviss og í þeim fjórða myndi enginn slá hendi á móti því að mæta Sádi-Arabíu eða Panama. En svo geta strákarnir okkar verið alveg einstaklega óheppnir og dregist í riðil með Brasilíu, Spáni og Nígeríu en allt kemur þetta í ljós 1. desember þegar að dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið. Þangað til getur þú, lesandi góður, leikið þér að draga í riðla og sjá alla mögulega og ómögulega kosti sem eru í boði fyrir strákana okkar. Eina sem þú þarft að gera er að smella hér og ýta á „simulate draw“. Góða skemmtun. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sport, fór yfir landsliðsverkefnið í Katar. 16. nóvember 2017 08:45 Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 16. nóvember 2017 10:30 Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. 16. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM 2018 í fótbolta sem fram fer í Rússlandi og er því ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í 21. heimsmeistaramótinu sem hefst í júní á næsta ári. Styrkleikalistarnir eru klárir en Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt hinum tveimur Norðurlandaþjóðunum; Svíþjóð og Danmörku, en dregið verður í riðla 1. desember í Rússlandi. Ísland getur aðeins verið með einni annarri Evrópuþjóð í riðli þannig að fari svo að Íslandi fái til dæmis Þýskaland úr efsta styrkleikaflokki geta strákarnir okkar ekki fengið Evrópuþjóð úr styrkleikaflokkum tvö og fjögur.Pots announced for #WorldCup Final Drawhttps://t.co/Wr17mUox90pic.twitter.com/1BTSixQ05Z — #WCQ (@FIFAWorldCup) November 16, 2017 Líklega væri best að dragast í A-riðil með gestgjöfum Rússlands sem eru sjálfkrafa í efsta styrkleikaflokki sem heimaþjóðin en Rússarnir eru langslakastir af þeim liðum sem eru í efsta flokki. Fýsilegir kostir í öðrum styrkleikaflokki eru lið eins og Perú og Sviss og í þeim fjórða myndi enginn slá hendi á móti því að mæta Sádi-Arabíu eða Panama. En svo geta strákarnir okkar verið alveg einstaklega óheppnir og dregist í riðil með Brasilíu, Spáni og Nígeríu en allt kemur þetta í ljós 1. desember þegar að dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið. Þangað til getur þú, lesandi góður, leikið þér að draga í riðla og sjá alla mögulega og ómögulega kosti sem eru í boði fyrir strákana okkar. Eina sem þú þarft að gera er að smella hér og ýta á „simulate draw“. Góða skemmtun.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sport, fór yfir landsliðsverkefnið í Katar. 16. nóvember 2017 08:45 Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 16. nóvember 2017 10:30 Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. 16. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sport, fór yfir landsliðsverkefnið í Katar. 16. nóvember 2017 08:45
Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 16. nóvember 2017 10:30
Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. 16. nóvember 2017 09:15