Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 09:59 Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður félagsins. Vísir Trúfélagið Zuism hefur hafið endurgreiðslur til meðlima félagsins. Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. Forsvarsmenn félagsins höfðu heitið því í byrjun mánaðar að endurgreiðslu myndu berast um miðjan nóvember. Var gefið upp að umsóknarfrestur yrði til fimmtánda nóvember og endurgreiðslur myndu hefjast að honum loknum. Á vef félagsins zuizm.is þurfti að gefa upp fullt nafn, netfang, kennitölu og bankanúmer til að fá endurgreiðsluna og þá gátu þeir sem tilheyra þessu félagi einnig óskað eftir því þar að endurgreiðslunni yrði ráðstafað til góðgerðarmála. Vefurinn hrundi vegna álags Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður félagsins, segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki að svo stöddu upplýsingar um það hve margir fengu endurgreitt frá trúfélaginu. Þá hefur hann að svo stöddu ekki upplýsingar um heildarupphæðina sem var endurgreidd til félaga. Sá háttur var hafður á að allir sem sóttu um fengu endurgreiðslu til tveggja ára, sama þó þeir hafi aðeins verið eitt ár í félaginu. Hann segir ásókn í endurgreiðslu hafa verið það mikla um tíma að vefur félagsins hafi hrunið vegna umferðarinnar.Annar Kickstarter-bræðra Ágúst er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra. Bróðir hans, Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forvígismaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Fjársýsla ríkisins mun hafa greitt út rúmar 53 milljónir króna til zúista 9. október síðastliðinn.Starfsemin var við að lognast út af árið 2014 Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Á árinu 2015 tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst krafðist jafnframt að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins en ráðuneytið vísaði ákvörðuninni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem nú nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. 24. október síðastliðinn voru 2.397 skráðir í félagið. Renna um 900 krónur til félagsins mánaðarlega fyrir hvern þessara meðlima. Það gera um 2,6 milljónir króna mánaðarlega.Tilkynningu frá Zúistum má lesa hér fyrir neðan:Trúfélagið Zuism hefur endurgreitt meðlimum sínum að fullu sóknargjöld þeirra fyrir síðustu 2 ár. Allir meðlimir, sem sóttu um endurgreiðsluna, fengu greiddar 19.976 kr.„Meðlimum var einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála og voru í kringum 7% sem völdu þann möguleika. Félagið hefur nú í framhaldinu sett til hliðar um það bil 2,5 milljónir kr. sem verður ráðstafað til góðgerðamála. Félagið mun uppfæra þá meðlimi, sem völdu að gefa sóknargjöldin sín, um það hvert þeir fjármunir koma til með að renna,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism.Hann segir að Zúistar stefni á að halda áfram að endurgreiða sóknargjöldin á næsta ári og halda áfram að styrkja góð málefni„Einnig mun Zuism bjóða meðlimum sínum upp á náms- og bókastyrki á komandi ári. Við hvetjum fólk til að skrá sig í Zuism og eru leiðbeiningar inn á Zuism.is/skraning,” segir Ágúst ennfremur. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar vilja hefja endurgreiðslu á sóknargjöldum í nóvember Trúfélagið Zuism, sem er undir stjórn Ágústs Arnar Ágústssonar, hyggst hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima félagsins upp úr miðjum nóvmeber. 3. nóvember 2017 10:15 Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Andstæðir pólar zúista ýmist hvetja fólk til að skrá sig í trúfélagið eða úr því. Forstöðumaðurinn boðar endurgreiðslur sóknargjalda. 4. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Trúfélagið Zuism hefur hafið endurgreiðslur til meðlima félagsins. Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. Forsvarsmenn félagsins höfðu heitið því í byrjun mánaðar að endurgreiðslu myndu berast um miðjan nóvember. Var gefið upp að umsóknarfrestur yrði til fimmtánda nóvember og endurgreiðslur myndu hefjast að honum loknum. Á vef félagsins zuizm.is þurfti að gefa upp fullt nafn, netfang, kennitölu og bankanúmer til að fá endurgreiðsluna og þá gátu þeir sem tilheyra þessu félagi einnig óskað eftir því þar að endurgreiðslunni yrði ráðstafað til góðgerðarmála. Vefurinn hrundi vegna álags Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður félagsins, segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki að svo stöddu upplýsingar um það hve margir fengu endurgreitt frá trúfélaginu. Þá hefur hann að svo stöddu ekki upplýsingar um heildarupphæðina sem var endurgreidd til félaga. Sá háttur var hafður á að allir sem sóttu um fengu endurgreiðslu til tveggja ára, sama þó þeir hafi aðeins verið eitt ár í félaginu. Hann segir ásókn í endurgreiðslu hafa verið það mikla um tíma að vefur félagsins hafi hrunið vegna umferðarinnar.Annar Kickstarter-bræðra Ágúst er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra. Bróðir hans, Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forvígismaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Fjársýsla ríkisins mun hafa greitt út rúmar 53 milljónir króna til zúista 9. október síðastliðinn.Starfsemin var við að lognast út af árið 2014 Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Á árinu 2015 tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst krafðist jafnframt að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins en ráðuneytið vísaði ákvörðuninni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem nú nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. 24. október síðastliðinn voru 2.397 skráðir í félagið. Renna um 900 krónur til félagsins mánaðarlega fyrir hvern þessara meðlima. Það gera um 2,6 milljónir króna mánaðarlega.Tilkynningu frá Zúistum má lesa hér fyrir neðan:Trúfélagið Zuism hefur endurgreitt meðlimum sínum að fullu sóknargjöld þeirra fyrir síðustu 2 ár. Allir meðlimir, sem sóttu um endurgreiðsluna, fengu greiddar 19.976 kr.„Meðlimum var einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála og voru í kringum 7% sem völdu þann möguleika. Félagið hefur nú í framhaldinu sett til hliðar um það bil 2,5 milljónir kr. sem verður ráðstafað til góðgerðamála. Félagið mun uppfæra þá meðlimi, sem völdu að gefa sóknargjöldin sín, um það hvert þeir fjármunir koma til með að renna,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism.Hann segir að Zúistar stefni á að halda áfram að endurgreiða sóknargjöldin á næsta ári og halda áfram að styrkja góð málefni„Einnig mun Zuism bjóða meðlimum sínum upp á náms- og bókastyrki á komandi ári. Við hvetjum fólk til að skrá sig í Zuism og eru leiðbeiningar inn á Zuism.is/skraning,” segir Ágúst ennfremur.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar vilja hefja endurgreiðslu á sóknargjöldum í nóvember Trúfélagið Zuism, sem er undir stjórn Ágústs Arnar Ágústssonar, hyggst hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima félagsins upp úr miðjum nóvmeber. 3. nóvember 2017 10:15 Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Andstæðir pólar zúista ýmist hvetja fólk til að skrá sig í trúfélagið eða úr því. Forstöðumaðurinn boðar endurgreiðslur sóknargjalda. 4. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Zúistar vilja hefja endurgreiðslu á sóknargjöldum í nóvember Trúfélagið Zuism, sem er undir stjórn Ágústs Arnar Ágústssonar, hyggst hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima félagsins upp úr miðjum nóvmeber. 3. nóvember 2017 10:15
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00
Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Andstæðir pólar zúista ýmist hvetja fólk til að skrá sig í trúfélagið eða úr því. Forstöðumaðurinn boðar endurgreiðslur sóknargjalda. 4. nóvember 2017 07:00