Gianluigi Buffon, Alexis Sánchez og Gareth Bale eru meðal stærstu stjarnanna sem verða ekki með á HM í Rússlandi næsta sumar.
Nokkrum stórum fótboltaþjóðum mistókst að komast á HM, þ.á.m. Ítalíu, Hollandi, Síle og Bandaríkjunum.
Sterkir leikmenn verða því fjarri góðu gamni þegar flautað verður til leiks á HM í júní á næsta ári.
Að því tilefni valdi ESPN úrvalslið leikmanna sem verða ekki með á HM. Óhætt er að segja að það sé sterkt og myndi gera góða hluti í Rússlandi.
Ítalía og Síle eiga tvo fulltrúa hvor í liðinu. Ekvador, Holland, Austurríki, Gínea, Bandaríkin, Gabon og Wales einn hver.
Úrvalslið ESPN:
Markvörður: Gianluigi Buffon (Ítalía)
Hægri bakvörður: Antonio Valencia (Ekvador)
Miðverðir: Leonardo Bonucci (Ítalía), Virgil van Dijk (Holland)
Vinstri bakvörður: David Alaba (Austurríki)
Miðjumenn: Naby Keïta (Gínea), Arturo Vidal (Síle), Christian Pulisic (Bandaríkin)
Hægri kantmaður: Alexis Sánchez (Síle)
Framherji: Pierre-Emerick Aubameyang (Gabon)
Vinstri kantmaður: Gareth Bale (Wales)
Varamenn:
Jasper Cillesen (Holland)
Daley Blind (Holland)
Gary Medel (Síle)
Miralem Pjanic (Bosnía)
Marek Hamsik (Slóvakía)
Henrikh Mkhitaryan (Armenía)
Arjen Robben (Holland)
Riyad Mahrez (Alsír)
Edin Dzeko (Bosnía)
ESPN: Úrvalslið þeirra sem komust ekki á HM

Tengdar fréttir

Svona líta styrkleikaflokkarnir á HM út | Hver er draumariðilinn þinn?
Nú er ljóst hvaða 32 lið taka þátt á HM í Rússlandi næsta sumar.

Perúmenn síðastir til að tryggja sér sæti á HM
Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi. Perúmenn unnu þá 2-0 sigur á Ný-Sjálendingum á heimavelli í seinni leik liðanna í umspili.