Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 22:07 Vísir/AFP Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði. Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði.
Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03
Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28