4+1 reglan afnumin næsta vor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2017 14:01 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. Vísir Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag. Fyrr í dag sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að reglan bryti á EES-samningnum. Það sé álit stofnunarinnar að evrópskir körfuboltamenn eigi að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir körfuboltamenn. Samkvæmt 4+1 reglunni er íslenskum liðum aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann í leik hverju sinni. Það eru hins vegar engar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í leikmannahópnum sjálfum. Sjá einnig: Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn KKÍ telur það þjóna hagsmunum íþróttarinnar og íslenska ríkisins best að breyta reglunum frá og með 1. maí næstkomandi. „Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu,“ segir í yfirlýsingunni sem var send á formenn aðildarfélaga KKÍ og nefndir sambandsins. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKÍ „Eftir marga fundi, símtöl og ráðleggingar ýmissa aðila hefur stjórn KKÍ farið vel yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni eftir að kvörtun barst íslenska ríkinu frá ESA um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ. ESA telur að reglur KKÍ brjóti í bága við reglur um frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðisins. Það er ljóst að skoðanir um málið eru skiptar og reglurnar túlkaðar á ýmsa vegu. Til að fá endanlega niðurstöðu í málið væri best að það færi alla leið fyrir dómstóla sem myndu skera úr um þetta álitaefni. Stjórn KKÍ hefur rætt málið ítarlega og tekið þá ákvörðun að fyrir körfuknattleikshreyfinguna og íslenska ríkið sé best að frá og með keppnistímabilinu 2018/2019 verði spilað samkvæmt þeim reglum sem ESA telur að þurfi að gera með frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðins. Er þetta gert með það í huga að hvorki KKÍ, ÍSÍ né fulltrúar íslenska ríkisins þurfi að setja í málið töluverðan tíma, vinnu og fjármagn. Ný reglugerð um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ mun taka gildi frá og með 1.maí 2018. Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu eins og fram kemur hér að ofan. Ákvörðunin er tekin með heildarhagsmuni körfuknattleikshreyfingarinnar og íslenska ríksins að leiðarljósi. Stjórn KKÍ þakkar þeim aðilum sem voru ráðgefandi um málið og þá sérstaklega laganefnd ÍSÍ en stuðningur og ráðleggingar þeirra vógu þungt í ákvörðum stjórnar KKÍ. Stjórn KKÍ vonast til þess að með þessari ákvörðun takist sátt á milli aðila og að ESA muni nú láta málið niður falla og gefa KKÍ svigrúm í að breyta sínu regluverki sem taka mun gildi 1.maí 2018.“ Körfubolti Tengdar fréttir Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag. Fyrr í dag sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að reglan bryti á EES-samningnum. Það sé álit stofnunarinnar að evrópskir körfuboltamenn eigi að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir körfuboltamenn. Samkvæmt 4+1 reglunni er íslenskum liðum aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann í leik hverju sinni. Það eru hins vegar engar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í leikmannahópnum sjálfum. Sjá einnig: Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn KKÍ telur það þjóna hagsmunum íþróttarinnar og íslenska ríkisins best að breyta reglunum frá og með 1. maí næstkomandi. „Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu,“ segir í yfirlýsingunni sem var send á formenn aðildarfélaga KKÍ og nefndir sambandsins. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKÍ „Eftir marga fundi, símtöl og ráðleggingar ýmissa aðila hefur stjórn KKÍ farið vel yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni eftir að kvörtun barst íslenska ríkinu frá ESA um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ. ESA telur að reglur KKÍ brjóti í bága við reglur um frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðisins. Það er ljóst að skoðanir um málið eru skiptar og reglurnar túlkaðar á ýmsa vegu. Til að fá endanlega niðurstöðu í málið væri best að það færi alla leið fyrir dómstóla sem myndu skera úr um þetta álitaefni. Stjórn KKÍ hefur rætt málið ítarlega og tekið þá ákvörðun að fyrir körfuknattleikshreyfinguna og íslenska ríkið sé best að frá og með keppnistímabilinu 2018/2019 verði spilað samkvæmt þeim reglum sem ESA telur að þurfi að gera með frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðins. Er þetta gert með það í huga að hvorki KKÍ, ÍSÍ né fulltrúar íslenska ríkisins þurfi að setja í málið töluverðan tíma, vinnu og fjármagn. Ný reglugerð um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ mun taka gildi frá og með 1.maí 2018. Stjórn KKÍ ítrekar að KKÍ telur að ekki sé búið að að brjóta lög með þeirri reglu sem verið hefur í gildi á undanförnum árum, en þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu eins og fram kemur hér að ofan. Ákvörðunin er tekin með heildarhagsmuni körfuknattleikshreyfingarinnar og íslenska ríksins að leiðarljósi. Stjórn KKÍ þakkar þeim aðilum sem voru ráðgefandi um málið og þá sérstaklega laganefnd ÍSÍ en stuðningur og ráðleggingar þeirra vógu þungt í ákvörðum stjórnar KKÍ. Stjórn KKÍ vonast til þess að með þessari ákvörðun takist sátt á milli aðila og að ESA muni nú láta málið niður falla og gefa KKÍ svigrúm í að breyta sínu regluverki sem taka mun gildi 1.maí 2018.“
Körfubolti Tengdar fréttir Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Íslenska ríkið gæti farið fyrir dómstól vegna 4+1 reglunnar Eftirlitsstofnun EFTA segir að 4+1 reglan í íslenskum körfubolta sé brot á EES-samningnum. 15. nóvember 2017 12:12