Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. nóvember 2017 12:00 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson við upphaf fundar formannanna í gær. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að byrjað sé að ræða skiptingu ráðuneyta í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn sem nú standa yfir. Eina sem liggur fyrir í því hvernig ráðuneytum verður skipt er það að lagt er upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra. Þá er byrjað að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna á laugardag og kosið um hann. Flokksráðið þarf að samþykkja málefnasamninginn svo flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn en eins og greint hefur verið frá er mikil ólga innan VG vegna viðræðnanna við Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda greiddu tveir þingmenn flokksins atkvæði gegn því á þingflokksfundi að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Sigurður Ingi segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar gangi vel en formennirnir hittust á fundi núna fyrir hádegi. „Við höldum bara áfram með það sem við vorum að vinna með í gær og það er í sjálfu sér lítið að frétta á meðan þessi vinna er í gangi þessa dagana,“ segir Sigurður Ingi. Hlutirnir ættu að skýrast undir lok vikunnar. „Við erum annars að vegar að viða að okkur efni og hins vegar að skrifa málefnasamning, þannig að það er svona ýmislegt í gangi.“Er farið að raða niður ráðuneytum? „Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að ræða og erum að ræða þannig að það mun skýrast,“ segir Sigurður Ingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að byrjað sé að ræða skiptingu ráðuneyta í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn sem nú standa yfir. Eina sem liggur fyrir í því hvernig ráðuneytum verður skipt er það að lagt er upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra. Þá er byrjað að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna á laugardag og kosið um hann. Flokksráðið þarf að samþykkja málefnasamninginn svo flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn en eins og greint hefur verið frá er mikil ólga innan VG vegna viðræðnanna við Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda greiddu tveir þingmenn flokksins atkvæði gegn því á þingflokksfundi að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Sigurður Ingi segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar gangi vel en formennirnir hittust á fundi núna fyrir hádegi. „Við höldum bara áfram með það sem við vorum að vinna með í gær og það er í sjálfu sér lítið að frétta á meðan þessi vinna er í gangi þessa dagana,“ segir Sigurður Ingi. Hlutirnir ættu að skýrast undir lok vikunnar. „Við erum annars að vegar að viða að okkur efni og hins vegar að skrifa málefnasamning, þannig að það er svona ýmislegt í gangi.“Er farið að raða niður ráðuneytum? „Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að ræða og erum að ræða þannig að það mun skýrast,“ segir Sigurður Ingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53
Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15