Ostabirgðir í landinu of miklar að mati MS Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 MS hefur áður þurft að laga til í birgðahaldi sínu. vísir/stefán Rúmlega 1.550 tonn af osti og 400 tonn af smjöri eru nú skráð í birgðahald MS. Ostabirgðirnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mánuðum en á sama tíma hefur fyrirtækið afsett 500 tonn til útflutnings á mjög lágu verði. Formaður stjórnar Auðhumlu segir framleitt heldur of mikið miðað við sölutölur. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS, segir í síðasta fréttabréfi til bænda að birgðir af osti séu í hærri kantinum og stöðugt sé verið að flytja út prótein í formi undanrennudufts. Segir hann framleiðslu á próteini ríflega 17 milljónum lítra meiri en innanlandssala.Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS.vísir/auðunn„Það er heldur mikið framleitt miðað við sölu. Sennilega erum við að selja 145 milljónir lítra en framleiðslan verður í kringum 151 milljón lítra af mjólk,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Auðhumlu sem á Mjólkursamsöluna. „Það er heldur meira gap milli sölu og framleiðslu í próteininu og því þurfum við að afsetja það. Við erum að reyna að koma próteininu í verðmestu vöruna eins og skyr og selja það út þannig. En undanrennuduftið er á lágu verði og því fáum við lágt verð fyrir próteinið í því formi.“ Á sama tíma og ostabirgðir eru að aukast hafa fitubirgðirnar verið stöðugar á þessu ári. Hins vegar hefur MS selt um 500 tonn af smjöri og annað eins af osti til að lækka birgðastöðu sína. Verðið á smjörinu er um 350 krónur á hvert kíló en verðið á ostinum er aðeins 211 krónur hvert kíló. Egill segir ekki hægt að bera það verð saman við verðið í íslenskum verslunum. „Kannski er ólíku saman að jafna. Þegar ostur er kominn í neytendaumbúðir hefur verið lagður á hann virðisauki og álagning verslunar.“ „Munur á útflutningsverði osts og því verði sem sést í verslunum hér á landi þarf ekki að koma á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í skjóli mjög hárra tolla á ost hér á landi geta innlendir framleiðendur haldið uppi verði sem er miklu hærra en heimsmarkaðsverð. Erlendir kaupendur myndu aldrei kaupa íslenskan ost á því verði sem Íslendingum stendur til boða. Ef ostbirgðir eru að safnast upp getur MS auðvitað nýtt tækifærið og lækkað verð á ostum til að auka eftirspurnina hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Rúmlega 1.550 tonn af osti og 400 tonn af smjöri eru nú skráð í birgðahald MS. Ostabirgðirnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mánuðum en á sama tíma hefur fyrirtækið afsett 500 tonn til útflutnings á mjög lágu verði. Formaður stjórnar Auðhumlu segir framleitt heldur of mikið miðað við sölutölur. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS, segir í síðasta fréttabréfi til bænda að birgðir af osti séu í hærri kantinum og stöðugt sé verið að flytja út prótein í formi undanrennudufts. Segir hann framleiðslu á próteini ríflega 17 milljónum lítra meiri en innanlandssala.Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS.vísir/auðunn„Það er heldur mikið framleitt miðað við sölu. Sennilega erum við að selja 145 milljónir lítra en framleiðslan verður í kringum 151 milljón lítra af mjólk,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Auðhumlu sem á Mjólkursamsöluna. „Það er heldur meira gap milli sölu og framleiðslu í próteininu og því þurfum við að afsetja það. Við erum að reyna að koma próteininu í verðmestu vöruna eins og skyr og selja það út þannig. En undanrennuduftið er á lágu verði og því fáum við lágt verð fyrir próteinið í því formi.“ Á sama tíma og ostabirgðir eru að aukast hafa fitubirgðirnar verið stöðugar á þessu ári. Hins vegar hefur MS selt um 500 tonn af smjöri og annað eins af osti til að lækka birgðastöðu sína. Verðið á smjörinu er um 350 krónur á hvert kíló en verðið á ostinum er aðeins 211 krónur hvert kíló. Egill segir ekki hægt að bera það verð saman við verðið í íslenskum verslunum. „Kannski er ólíku saman að jafna. Þegar ostur er kominn í neytendaumbúðir hefur verið lagður á hann virðisauki og álagning verslunar.“ „Munur á útflutningsverði osts og því verði sem sést í verslunum hér á landi þarf ekki að koma á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í skjóli mjög hárra tolla á ost hér á landi geta innlendir framleiðendur haldið uppi verði sem er miklu hærra en heimsmarkaðsverð. Erlendir kaupendur myndu aldrei kaupa íslenskan ost á því verði sem Íslendingum stendur til boða. Ef ostbirgðir eru að safnast upp getur MS auðvitað nýtt tækifærið og lækkað verð á ostum til að auka eftirspurnina hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira