Ansi margir þurfa að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson er hér að skora sitt annað landsliðsmark á ferlinum í gær. Það mark var ansi laglegt. fréttablaðið/afp Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira