Kórar Íslands Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum. Ég get ekki sagt að þetta hafi aukið áhuga minn á tónlist enda var ég að hlusta á Wham, Boy George og Annie Lennox. En það sem vakti áhuga minn var að vera tekin gild í samfélagi hinna fullorðnu og finna hve vel kórfélagar í Laufáskirkju kunnu að meta það að ég skyldi mæta á æfingar og standa mína plikt við jólahelgihaldið þegar að því kom. Ég hef notið þeirrar gleði á síðustu vikum að fylgja eftir Gospelkór Jóns Vídalíns í keppninni Kórar Íslands og það hefur yljað mér að sjá unga fólkið mitt innan um allt þetta reynsluríka fullorðna fólk sem hefur sungið í kórum árum og áratugum saman sjálfu sér og öðrum til gleði. Eitt af því sem þátttaka í Þjóðkirkjunni gefur er stuðningur við tónlistarlíf þar sem einstaklingar á öllum aldri fá tækifæri til tónlistarmenntunar í gegnum kórsöng. Við í Vídalínskirkju í Garðabæ erum stolt að geta sagt að þar stundi fólki á aldrinum 7 til 87 ára vikulegar söngæfingar. Þar er kynslóðabilið svo sannarlega brúað. Tónlist færir sálarfrið og því er hún ómissandi í mannlífinu og ríkur þáttur í lífi og starfi kristinnar kirkju um allan heim. Guðfræðingurinn Sören Kierkegaard sagði eitt sinn: „Þangað sem geislar sólar ná ekki geta tónarnir náð.“ Mig langar að þakka Stöð 2 fyrir þennan séríslenska sjónvarpsþátt um kórastarf í landinu. Vel gert! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson Skoðun
Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum. Ég get ekki sagt að þetta hafi aukið áhuga minn á tónlist enda var ég að hlusta á Wham, Boy George og Annie Lennox. En það sem vakti áhuga minn var að vera tekin gild í samfélagi hinna fullorðnu og finna hve vel kórfélagar í Laufáskirkju kunnu að meta það að ég skyldi mæta á æfingar og standa mína plikt við jólahelgihaldið þegar að því kom. Ég hef notið þeirrar gleði á síðustu vikum að fylgja eftir Gospelkór Jóns Vídalíns í keppninni Kórar Íslands og það hefur yljað mér að sjá unga fólkið mitt innan um allt þetta reynsluríka fullorðna fólk sem hefur sungið í kórum árum og áratugum saman sjálfu sér og öðrum til gleði. Eitt af því sem þátttaka í Þjóðkirkjunni gefur er stuðningur við tónlistarlíf þar sem einstaklingar á öllum aldri fá tækifæri til tónlistarmenntunar í gegnum kórsöng. Við í Vídalínskirkju í Garðabæ erum stolt að geta sagt að þar stundi fólki á aldrinum 7 til 87 ára vikulegar söngæfingar. Þar er kynslóðabilið svo sannarlega brúað. Tónlist færir sálarfrið og því er hún ómissandi í mannlífinu og ríkur þáttur í lífi og starfi kristinnar kirkju um allan heim. Guðfræðingurinn Sören Kierkegaard sagði eitt sinn: „Þangað sem geislar sólar ná ekki geta tónarnir náð.“ Mig langar að þakka Stöð 2 fyrir þennan séríslenska sjónvarpsþátt um kórastarf í landinu. Vel gert! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun