Kórar Íslands Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum. Ég get ekki sagt að þetta hafi aukið áhuga minn á tónlist enda var ég að hlusta á Wham, Boy George og Annie Lennox. En það sem vakti áhuga minn var að vera tekin gild í samfélagi hinna fullorðnu og finna hve vel kórfélagar í Laufáskirkju kunnu að meta það að ég skyldi mæta á æfingar og standa mína plikt við jólahelgihaldið þegar að því kom. Ég hef notið þeirrar gleði á síðustu vikum að fylgja eftir Gospelkór Jóns Vídalíns í keppninni Kórar Íslands og það hefur yljað mér að sjá unga fólkið mitt innan um allt þetta reynsluríka fullorðna fólk sem hefur sungið í kórum árum og áratugum saman sjálfu sér og öðrum til gleði. Eitt af því sem þátttaka í Þjóðkirkjunni gefur er stuðningur við tónlistarlíf þar sem einstaklingar á öllum aldri fá tækifæri til tónlistarmenntunar í gegnum kórsöng. Við í Vídalínskirkju í Garðabæ erum stolt að geta sagt að þar stundi fólki á aldrinum 7 til 87 ára vikulegar söngæfingar. Þar er kynslóðabilið svo sannarlega brúað. Tónlist færir sálarfrið og því er hún ómissandi í mannlífinu og ríkur þáttur í lífi og starfi kristinnar kirkju um allan heim. Guðfræðingurinn Sören Kierkegaard sagði eitt sinn: „Þangað sem geislar sólar ná ekki geta tónarnir náð.“ Mig langar að þakka Stöð 2 fyrir þennan séríslenska sjónvarpsþátt um kórastarf í landinu. Vel gert! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun
Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum. Ég get ekki sagt að þetta hafi aukið áhuga minn á tónlist enda var ég að hlusta á Wham, Boy George og Annie Lennox. En það sem vakti áhuga minn var að vera tekin gild í samfélagi hinna fullorðnu og finna hve vel kórfélagar í Laufáskirkju kunnu að meta það að ég skyldi mæta á æfingar og standa mína plikt við jólahelgihaldið þegar að því kom. Ég hef notið þeirrar gleði á síðustu vikum að fylgja eftir Gospelkór Jóns Vídalíns í keppninni Kórar Íslands og það hefur yljað mér að sjá unga fólkið mitt innan um allt þetta reynsluríka fullorðna fólk sem hefur sungið í kórum árum og áratugum saman sjálfu sér og öðrum til gleði. Eitt af því sem þátttaka í Þjóðkirkjunni gefur er stuðningur við tónlistarlíf þar sem einstaklingar á öllum aldri fá tækifæri til tónlistarmenntunar í gegnum kórsöng. Við í Vídalínskirkju í Garðabæ erum stolt að geta sagt að þar stundi fólki á aldrinum 7 til 87 ára vikulegar söngæfingar. Þar er kynslóðabilið svo sannarlega brúað. Tónlist færir sálarfrið og því er hún ómissandi í mannlífinu og ríkur þáttur í lífi og starfi kristinnar kirkju um allan heim. Guðfræðingurinn Sören Kierkegaard sagði eitt sinn: „Þangað sem geislar sólar ná ekki geta tónarnir náð.“ Mig langar að þakka Stöð 2 fyrir þennan séríslenska sjónvarpsþátt um kórastarf í landinu. Vel gert! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.