Björn Bergmann Sigurðarson er einn fjögurra sem kemur til greina sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Björn Bergmann hefur spilað afar vel fyrir Molde á tímabilinu. Skagamaðurinn hefur skorað 14 mörk í 25 leikjum og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Auk þess að skora 14 mörk hefur hann gefið tvær stoðsendingar.
Tveir leikmenn meistara Rosenborg eru tilnefndir; Nicklas Bendtner og Tore Reginiussen. Sá fyrrnefndi er markahæstur í norsku deildinni með 18 mörk.
Ohi Omoijuanfo, leikmaður Stabæk, er einnig tilnefndur sem leikmaður ársins. Hann hefur skorað 17 mörk í norsku deildinni á tímabilinu.
Björn Bergmann og félagar í Molde eru í 2. sæti deildarinnar. Þeir mæta Lilleström og Sarpsborg í síðustu tveimur umferðunum.
Björn Bergmann tilnefndur sem leikmaður ársins
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
