Leikkonur í One Tree Hill saka framleiðanda um áreitni: „Ég er búin að vera reið í áratug“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2017 10:24 Mark Schwahn (til vinstri) var framleiðandi þáttanna One Tree Hill. Á myndinni hægra megin má sjá nokkra aðalleikara þáttanna, Chad Michael Murray, Sophia Bush, Bethany Joy Lenz, Hilarie Burton og James Lafferty árið 2005. Vísir/Getty Fjöldi leikkvenna og starfsmanna bandarísku unglingaþáttanna One Tree Hill hafa ritað bréf þar sem framleiðandinn Mark Schwahn er borinn þungum sökum og er meðal annars sakaður um að hafa áreitt þær kynferðislega. Í bréfinu lýsa þær sömuleiðis yfir stuðningi við fyrrum samstarfskonu sína, Audrey Wauchope. Leikkonurnar Sophia Bush, Hilarie Burton og Bethany Joy Lenz eru í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið sem birt var á síðu Variety í gær. Segjast þær hafa valið þennan vettvang til að standa saman og til að styðja við bakið á handritshöfundinum Wauchope sem sakaði á laugardaginn Schwahn um að hafa áreitt sig kynferðislega. One Tree Hill var einn vinsælasti unglingaþátturinn á fyrstu árum aldarinnar, en alls voru framleiddar níu þáttaraðir á árunum 2003 til 2012. Glíma við áfallastreituröskun Í bréfinu stíga átján konur, sem allar unnu að gerð þáttanna, fram og saka Schwahn um að hafa verið valdur sálrænu og tilfinningalegu tjóni hjá konunum. Margar þeirra hafa þurft að glíma við áfallastreituröskun vegna hegðunar Schwahn sem sumar kljást enn við. Á Twitter-síðu sinni sagði Wauchope Schwahn ítrekað hafa snert hana óumbeðinn og þá hafi Schwann sýnt samstarfsmönnum nektarmynd af leikkonu, sem hann sagðist eiga í kynferðislegu sambandi við, án vitundar konunnar. Wauchope sakaði Schwahn einnig um að hafa kallað aðra samstarfskonu inn á skrifstofu til að þrýsta á hana að hætta við að ganga í hjónaband og byrja þess í stað með honum. Hilarie Burton, sem fór með hlutverk Peyton Sawyer í þáttunum, segir á Twitter-síðu sinni að hún hafi verið reið í áratug vegna málsins og birtir hlekk á grein Variety. I have been angry for a decade. Today, my sisters take back what was rightfully ours. #burnitdownsis #fuckyoursorry https://t.co/QMZBzwqm7g— Hilarie Burton (@HilarieBurton) November 14, 2017 Lesa má bréf leikkvenna og starfsfólks One Tree Hill á heimasíðu Variety. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Fjöldi leikkvenna og starfsmanna bandarísku unglingaþáttanna One Tree Hill hafa ritað bréf þar sem framleiðandinn Mark Schwahn er borinn þungum sökum og er meðal annars sakaður um að hafa áreitt þær kynferðislega. Í bréfinu lýsa þær sömuleiðis yfir stuðningi við fyrrum samstarfskonu sína, Audrey Wauchope. Leikkonurnar Sophia Bush, Hilarie Burton og Bethany Joy Lenz eru í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið sem birt var á síðu Variety í gær. Segjast þær hafa valið þennan vettvang til að standa saman og til að styðja við bakið á handritshöfundinum Wauchope sem sakaði á laugardaginn Schwahn um að hafa áreitt sig kynferðislega. One Tree Hill var einn vinsælasti unglingaþátturinn á fyrstu árum aldarinnar, en alls voru framleiddar níu þáttaraðir á árunum 2003 til 2012. Glíma við áfallastreituröskun Í bréfinu stíga átján konur, sem allar unnu að gerð þáttanna, fram og saka Schwahn um að hafa verið valdur sálrænu og tilfinningalegu tjóni hjá konunum. Margar þeirra hafa þurft að glíma við áfallastreituröskun vegna hegðunar Schwahn sem sumar kljást enn við. Á Twitter-síðu sinni sagði Wauchope Schwahn ítrekað hafa snert hana óumbeðinn og þá hafi Schwann sýnt samstarfsmönnum nektarmynd af leikkonu, sem hann sagðist eiga í kynferðislegu sambandi við, án vitundar konunnar. Wauchope sakaði Schwahn einnig um að hafa kallað aðra samstarfskonu inn á skrifstofu til að þrýsta á hana að hætta við að ganga í hjónaband og byrja þess í stað með honum. Hilarie Burton, sem fór með hlutverk Peyton Sawyer í þáttunum, segir á Twitter-síðu sinni að hún hafi verið reið í áratug vegna málsins og birtir hlekk á grein Variety. I have been angry for a decade. Today, my sisters take back what was rightfully ours. #burnitdownsis #fuckyoursorry https://t.co/QMZBzwqm7g— Hilarie Burton (@HilarieBurton) November 14, 2017 Lesa má bréf leikkvenna og starfsfólks One Tree Hill á heimasíðu Variety.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira