Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 David Davis Brexitráðherra sést hér til vinstri ásamt Michel Barnier, formanni samninganefndar ESB, á blaðamannafundi í Brussel fyrir helgi. Þar var staða viðræðnanna kynnt en sjötta hluta þeirra lauk í nýliðinni viku. vísir/epa Breska þingið mun eiga lokaorðið um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Þetta kom fram í máli Davids Davis, Brexitráðherra, á breska þinginu í gær. Ekki er hins vegar öruggt að sambandið þurfi að virða niðurstöðu þingsins. Davis sagði meðal annars að lokasamningur Bretlands við ESB fæli í sér breytingar á réttindum borgara, fjárhagslegt uppgjör milli Breta og ESB auk aðlögunartíma. Þær breytingar yrðu lagðar fram sem stjórnarfrumvarp og þyrftu að fara í gegnum þingið til samþykktar. Þingið gæti því haft áhrif á endanlegt innihald þess. Það fæli hins vegar ekki í sér að þingið gæti komið í veg fyrir útgöngu Breta. Sú ákvörðun væri endanleg og lægi nú þegar fyrir. „Það er algjörlega ljóst að þingið mun vera með í ráðum í gegnum allt ferlið,“ sagði Davis. Ræða hans í þinginu var hugsuð til að upplýsa þingmenn um stöðu mála í samningaviðræðunum en sjötta kafla þeirra lauk síðastliðinn föstudag. „Þessi niðurstaða mun gefa þinginu tíma til að gagnrýna, ræða og kjósa um endanlegt samkomulag okkar við ESB,“ sagði Davis. Hann bætti því við að það lægi ekki fyrir hvenær von væri á frumvarpinu til meðferðar í þinginu. „Í marga mánuði hefur Verkamannaflokkurinn kallað eftir því að ríkisstjórnin tryggi að þingið fái að eiga lokaorðið hvað úrsögn varðar,“ sagði Keir Starmer, skuggaráðherra Verkamannaflokksins í Brexitmálum. Starmer bætti því við að ræða Davis fæli í sér að ríkisstjórnin væri ekki að ná árangri í viðræðum sínum. Ræða Davis er talin fela í sér nokkurn ósigur fyrir Íhaldsflokkinn. Þingmenn sem eru hlynntir útgöngu virtust ekki alltof ánægðir með þá niðurstöðu sem Davis kynnti. Talið er að meirihluti þingmanna sé fylgjandi því að reyna svokallað „soft Brexit“. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að ef samkomulag næst ekki milli Breta og ESB mun ekkert frumvarp verða lagt fram. Þá er einnig talið líklegt að slíkt frumvarp kunni að skila sér seint til þingsins og umræður um það gætu því orðið knappar. Þá er alls ekki öruggt að stjórnvöld í Brussel muni fallast á þær breytingar sem breska þingið gerir. „Ef þingið breytir samningsskilmálum mun það líklega þýða að við munum þurfa að fara með þá niðurstöðu aftur til Brussel. Hvort það mun skila einhverju, veit ég ekki,“ svaraði Davis spurningu Clives Efford, þingmanns Verkamannaflokksins. Gert er ráð fyrir að Brexit muni ganga í gegn að fullu þann 29. mars 2019. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Breska þingið mun eiga lokaorðið um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Þetta kom fram í máli Davids Davis, Brexitráðherra, á breska þinginu í gær. Ekki er hins vegar öruggt að sambandið þurfi að virða niðurstöðu þingsins. Davis sagði meðal annars að lokasamningur Bretlands við ESB fæli í sér breytingar á réttindum borgara, fjárhagslegt uppgjör milli Breta og ESB auk aðlögunartíma. Þær breytingar yrðu lagðar fram sem stjórnarfrumvarp og þyrftu að fara í gegnum þingið til samþykktar. Þingið gæti því haft áhrif á endanlegt innihald þess. Það fæli hins vegar ekki í sér að þingið gæti komið í veg fyrir útgöngu Breta. Sú ákvörðun væri endanleg og lægi nú þegar fyrir. „Það er algjörlega ljóst að þingið mun vera með í ráðum í gegnum allt ferlið,“ sagði Davis. Ræða hans í þinginu var hugsuð til að upplýsa þingmenn um stöðu mála í samningaviðræðunum en sjötta kafla þeirra lauk síðastliðinn föstudag. „Þessi niðurstaða mun gefa þinginu tíma til að gagnrýna, ræða og kjósa um endanlegt samkomulag okkar við ESB,“ sagði Davis. Hann bætti því við að það lægi ekki fyrir hvenær von væri á frumvarpinu til meðferðar í þinginu. „Í marga mánuði hefur Verkamannaflokkurinn kallað eftir því að ríkisstjórnin tryggi að þingið fái að eiga lokaorðið hvað úrsögn varðar,“ sagði Keir Starmer, skuggaráðherra Verkamannaflokksins í Brexitmálum. Starmer bætti því við að ræða Davis fæli í sér að ríkisstjórnin væri ekki að ná árangri í viðræðum sínum. Ræða Davis er talin fela í sér nokkurn ósigur fyrir Íhaldsflokkinn. Þingmenn sem eru hlynntir útgöngu virtust ekki alltof ánægðir með þá niðurstöðu sem Davis kynnti. Talið er að meirihluti þingmanna sé fylgjandi því að reyna svokallað „soft Brexit“. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að ef samkomulag næst ekki milli Breta og ESB mun ekkert frumvarp verða lagt fram. Þá er einnig talið líklegt að slíkt frumvarp kunni að skila sér seint til þingsins og umræður um það gætu því orðið knappar. Þá er alls ekki öruggt að stjórnvöld í Brussel muni fallast á þær breytingar sem breska þingið gerir. „Ef þingið breytir samningsskilmálum mun það líklega þýða að við munum þurfa að fara með þá niðurstöðu aftur til Brussel. Hvort það mun skila einhverju, veit ég ekki,“ svaraði Davis spurningu Clives Efford, þingmanns Verkamannaflokksins. Gert er ráð fyrir að Brexit muni ganga í gegn að fullu þann 29. mars 2019.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira