Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2017 14:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir (til vinstri),leiddi lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir.is/ Laufey Elíasdóttir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri gænna, óskaði eftir því á fundi flokksins í gærkvöldi að gengið yrði til formlegrar atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins um afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Rósa Björk í samtali við Vísi. Af þessum sökum var fundi flokksins frestað í gærkvöldi svo atkvæðagreiðsla gæti farið fram um málið. Niðurstaðan var sú að níu þingmenn voru fylgjandi en Andrés Ingi Jónsson og Rósa mótfallin. Vinstri grænir eru því á leið í formlegar viðræður við flokkana tvo. „Ég byggi ákvörðun mína á sannfærðingu minni. Ég ber fullt traust til okkar og forystu Vinstri grænna. Ég get ekki sagt það sama um viðmælendur okkar, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Rósa. Skemmst sé að minnast ástæðu þess hvers vegna gengið var til kosninga. „Svo eru önnur mál sem vefjast fyrir mér þegar kemur að því að treysta Sjálfstæðisflokknum. Þetta er mín skoðun.“ Gangi formlegar stjórnarmyndunarviðræður vel er ljóst að mynduð verður ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með 35 þingmenn.En hvað ætlar Rósa að gera þá? „Þá tek ég afstöðu til þess,“ segir Rósa. Borin verði á borð málefnasamningur og hún muni taka afstöðu til samningsins og þess ríkisstjórnarsamstarfs. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki mitt fyrsta vel þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi.“Uppfært klukkan 14:40Fyrirsögn fréttar var breytt. Rósa segist ekki treysta viðmælendum flokksins, aðallega Sjálfstæðisflokknum. Blaðamaður dró þá ályktun að hún treysti þá hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki. Rósa leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn. Kosningar 2017 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri gænna, óskaði eftir því á fundi flokksins í gærkvöldi að gengið yrði til formlegrar atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins um afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Rósa Björk í samtali við Vísi. Af þessum sökum var fundi flokksins frestað í gærkvöldi svo atkvæðagreiðsla gæti farið fram um málið. Niðurstaðan var sú að níu þingmenn voru fylgjandi en Andrés Ingi Jónsson og Rósa mótfallin. Vinstri grænir eru því á leið í formlegar viðræður við flokkana tvo. „Ég byggi ákvörðun mína á sannfærðingu minni. Ég ber fullt traust til okkar og forystu Vinstri grænna. Ég get ekki sagt það sama um viðmælendur okkar, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Rósa. Skemmst sé að minnast ástæðu þess hvers vegna gengið var til kosninga. „Svo eru önnur mál sem vefjast fyrir mér þegar kemur að því að treysta Sjálfstæðisflokknum. Þetta er mín skoðun.“ Gangi formlegar stjórnarmyndunarviðræður vel er ljóst að mynduð verður ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með 35 þingmenn.En hvað ætlar Rósa að gera þá? „Þá tek ég afstöðu til þess,“ segir Rósa. Borin verði á borð málefnasamningur og hún muni taka afstöðu til samningsins og þess ríkisstjórnarsamstarfs. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki mitt fyrsta vel þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi.“Uppfært klukkan 14:40Fyrirsögn fréttar var breytt. Rósa segist ekki treysta viðmælendum flokksins, aðallega Sjálfstæðisflokknum. Blaðamaður dró þá ályktun að hún treysti þá hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki. Rósa leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn.
Kosningar 2017 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira