Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2017 11:25 Menn hafa bætt í bruna á jarðefnaeldsneyti á sama tíma og þörf er á hröðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/AFP Losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að vaxa á milli ára á þessu ári eftir tveggja ára stöðnun. Útblásturinn hefur aldrei verið meiri og útlit er fyrir að hann aukist áfram á næsta ári samkvæmt nýjum tölum sem kynntar voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Aukning losunar á þessu ári stefnir í að verða 2% miðað við árið í fyrra. Hún verði um 37 milljarðar tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Global Carbon Project sem Washington Post segir frá. Grein um matið birtist einnig í Environmental Research Letters. Frá 2014 til 2016 hafði losunin haldist meira eða minna óbreytt í um 36 milljörðum tonna þrátt fyrir hagvöxt í heiminum. Það hafði vakið von í brjósti manna um að losunin hefði náð hámarki sínu. Nýja matið þýðir að enn erfiðara verður að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Orsök aukningarinnar nú er meðal annars meiri bruni Kínverja og fleiri þjóða á jarðefnaeldsneyti. „Við höfum verið heppin að losunin hefur flast út síðustu þrjú árin án þess að nokkur raunveruleg stefna búi það að baki. Ef við viljum tryggja að losunin fletjist áfram út verðum við að móta stefnu...og annað skrefið er að byrja að minnka losunina,“ segir Glen Peters, einn af höfundum skýrslunnar frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunarinnar í Osló. Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C, og helst 1,5°C, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu þarf losun gróðurhúsalofttegunda að dragast hratt saman á allra næstu árum og áratugum. Því meiri sem losunin er nú, því róttækari aðgerðir þarf í framtíðinni til að minnka losun."It's sort of, lose one year now, you have to pick up five years later" https://t.co/ctZP76hGt4 pic.twitter.com/GFN5BOzJHZ— Chris Mooney (@chriscmooney) November 13, 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að vaxa á milli ára á þessu ári eftir tveggja ára stöðnun. Útblásturinn hefur aldrei verið meiri og útlit er fyrir að hann aukist áfram á næsta ári samkvæmt nýjum tölum sem kynntar voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Aukning losunar á þessu ári stefnir í að verða 2% miðað við árið í fyrra. Hún verði um 37 milljarðar tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Global Carbon Project sem Washington Post segir frá. Grein um matið birtist einnig í Environmental Research Letters. Frá 2014 til 2016 hafði losunin haldist meira eða minna óbreytt í um 36 milljörðum tonna þrátt fyrir hagvöxt í heiminum. Það hafði vakið von í brjósti manna um að losunin hefði náð hámarki sínu. Nýja matið þýðir að enn erfiðara verður að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Orsök aukningarinnar nú er meðal annars meiri bruni Kínverja og fleiri þjóða á jarðefnaeldsneyti. „Við höfum verið heppin að losunin hefur flast út síðustu þrjú árin án þess að nokkur raunveruleg stefna búi það að baki. Ef við viljum tryggja að losunin fletjist áfram út verðum við að móta stefnu...og annað skrefið er að byrja að minnka losunina,“ segir Glen Peters, einn af höfundum skýrslunnar frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunarinnar í Osló. Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C, og helst 1,5°C, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu þarf losun gróðurhúsalofttegunda að dragast hratt saman á allra næstu árum og áratugum. Því meiri sem losunin er nú, því róttækari aðgerðir þarf í framtíðinni til að minnka losun."It's sort of, lose one year now, you have to pick up five years later" https://t.co/ctZP76hGt4 pic.twitter.com/GFN5BOzJHZ— Chris Mooney (@chriscmooney) November 13, 2017
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39