Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 10:49 Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58