Yfirmaður CIA ósammála Trump Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 17:45 Donald Trump og Vladimir Putin í dag. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00