Átta leikir voru spilaðir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics hafa nú unnið ellefu leiki í röð, en liðið bar sigurorð af Charlotte Hornets á heimavelli, 90-87.
Hornets leiddu í hálfleik, 57-41, og mest með 18 stigum í seinni hálfleik áður en að Celtics tóku öll völd seint í þriðja leikhluta og sigldu sigrinum í höfn.
Ungu strákarnir Jason Tatum og Jaylen Brown, sem hafa verið frábærir í vetur, fóru fyrir liði Celtics í fjarveru Kyrie Irving. Tatum með 16 stig og Brown með 10 stig og 13 fráköst, tvöföld tvenna.
Kyrie varð fyrir því óhappi að fá olnboga í andlitið frá samherja sínum, Aron Baynes, eftir tæplega tvær mínútur í fyrsta leikhluta og þurfti að yfirgefa völlinn vegna hugsanlegs heilahristings.
Paul George átti stórleik í liði Oklahoma City Thunder sem hafði betur gegn L.A. Clippers 120-111. George skoraði 42 stig í leiknum ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 7 stoðsendingar.
Thunder unnu þar með sinn fyrsta leik í fjórum leikjum en þeir héldu krísufund eftir tap gegn Denver Nuggets í fyrranótt.
Þá unnu Milwaukee Bucks góðan sigur, 94-87, á San Antonio Spurs á útivelli. Gríska fríkið, eins og Giannis Antetokounmpo er kallaður, fór fyrir liði Bucks sem áður með 28 stig og 12 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar:
Atlanta Hawks - Detroit Pistions 104-111
Indiana Pacers - Chicago Bulls 105-87
Orlando Magic - Phoenix Suns 128-112
Miami Heat - Utah Jazz - 84-74
Brooklyn Nets - Portland Trailblazers 101-97
Ellefti sigur Celtics í röð
Magnús Ellert Bjarnason skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

