Tveggja nátta vítaferð FH-inga Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Ágúst Elí Björgvinsson verður í stóru hlutverki í vítakeppninni. Vísir/Eyþór Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira