Senegal vann 2-0 útisigur á Suður-Afríku og tryggði sér þar með sigur í riðlinum þótt að liðið eigi enn eftir að spila við Suður-Afríku á heimavelli.
Liverpool-maðurinn Sadio Mané lagði upp fyrra mark liðsins sem Diafra Sakho skoraði strax á tólftu mínútu. Diafra Sakho spilar með West Ham og mætti Mané í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Seinna mark Senegal var sjálfsmark leikmanns Suður-Afríku á 38. mínútu.
Senegal er með fimm stigum meira en Búrkína Fasó þegar aðeins ein umferð er eftir.
Senegal er þriðja Afríkuþjóðin sem nær að tryggja sig inn á HM á eftir Egyptalandi og Nígeríu. Tvö sæti eru enn laus en Afríka mun eiga fimm lið á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.
Landslið Senegal hefur aðeins einu sinn áður komist á HM en það var á HM í Suður-Kóreu og Japan þegar Senegal vann meðal annars ríkjandi heimsmeistara Frakka í fyrsta leik og komst alla leið í átta liða úrslit.
QUALIFIED!
Congratulations, Senegal!
They're heading back to the #WorldCup for the first time since 2002! #WCQpic.twitter.com/HzVMDYsS7R
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 10, 2017