Love skoraði 38 stig í leiknum og þar af 32 stig í fyrri hálfleik sem var lygilegur hjá honum. James skoraði 21 stig, tók 12 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum áður en hann fór í sturtu. Þetta var níundi sigurleikur Cleveland í röð.
LeBron er búinn að spila í deildinni í 15 ár og þetta var leikur númer 1.082 hjá honum. Hann fékk sturtuferðina fyrir mótmæli er lítið var eftir af þriðja leikhluta.
Úrslit:
Cleveland-Miami 108-97
Chicago-Phoenix 99-104
Minnesota-Washington 89-92
Utah-Denver 106-77
Sacramento-Milwaukee 87-112