7000 milljarða tilboði Breta vel tekið í Brussel Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:27 Það má ýmislegt gera við 6750 milljarða. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því. Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því.
Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33
Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00
Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00